Spá hnignun í sölu iPhone Sæunn Gísladóttir skrifar 27. janúar 2016 08:57 Sala á iPhone 6S hefur ekki verið í samræmi við væntingar. Vísir/Getty Apple kynnti afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs í gærkvöldi og þá var ljóst að söluaukning iPhone milli ára var mun minni en árin áður. Nú spá sérfræðingar að þetta sé byrjunin á hnignun í sölu iPhone á árinu 2016. Apple átti stórkostlegt ár eftir að hafa kynnt síma með stærri skjá, iPhone 6, auk stærri útgáfu af þeim síma, iPhone 6 Plus, í september árið 2014. En talið er að of lítil þróun hafi orðið milli iPhone 6 og 6S, sem kynntur var í september 2015, því séu neytendur annaðhvort að kaupa gamla iPhone 6 síma eða bíða eftir tækninýjungum hjá iPhone 7, sem er væntanlegur í september 2016. Reuters greinir frá því að spáð sé að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga síðan fyrsti iPhone síminn var kynntur árið 2007. Sérfræðingar spá að 54,6 milljónir síma muni seljast á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama fjórðungi ársins 2015, sem var fjörutíu prósenta aukning milli ára. Hlutabréf í Apple hafa lækkað um tíu prósent síðan í byrjun október. Tækni Tengdar fréttir Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple kynnti afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs í gærkvöldi og þá var ljóst að söluaukning iPhone milli ára var mun minni en árin áður. Nú spá sérfræðingar að þetta sé byrjunin á hnignun í sölu iPhone á árinu 2016. Apple átti stórkostlegt ár eftir að hafa kynnt síma með stærri skjá, iPhone 6, auk stærri útgáfu af þeim síma, iPhone 6 Plus, í september árið 2014. En talið er að of lítil þróun hafi orðið milli iPhone 6 og 6S, sem kynntur var í september 2015, því séu neytendur annaðhvort að kaupa gamla iPhone 6 síma eða bíða eftir tækninýjungum hjá iPhone 7, sem er væntanlegur í september 2016. Reuters greinir frá því að spáð sé að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga síðan fyrsti iPhone síminn var kynntur árið 2007. Sérfræðingar spá að 54,6 milljónir síma muni seljast á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama fjórðungi ársins 2015, sem var fjörutíu prósenta aukning milli ára. Hlutabréf í Apple hafa lækkað um tíu prósent síðan í byrjun október.
Tækni Tengdar fréttir Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58