Sundar Pichai, forstjóri Google, hefur hlotið 199 milljónir dollara, jafnvirði 25 milljarða króna, í hlutabréfum. Þetta gerir hann að hæstlaunaðasta forstjóra Bandaríkjanna.
Pichai varð forstjóri Google þegar móðurfélag þess Alphabet var stofnað á síðasta ári. Hann hefur starfað hjá Google síðan 2004.
Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna.
Alphabet varð á dögunum verðmætasta skráða fyrirtæki heims og tók þar með fram úr Apple.
Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum

Tengdar fréttir

Alphabet verðmætasta hlutafélag veraldar
Móðurfélag Google búið að taka fram úr Apple.

Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki
Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum.