Júróbankinn Ívar Halldórsson skrifar 7. febrúar 2016 22:18 Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign?
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun