Íslenski boltinn

Íslandsmeistarar FH að selja Böðvar til dönsku meistaranna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Böðvar Böðvarsson.
Böðvar Böðvarsson. Vísir/Andri Marinó
FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson gæti verið á leiðinni í dönsku úrvalsdeildina ef marka má frétt Tipsbladet í Danmörku.

Dönsku meistararnir í FC Midtjylland eru samkvæmt heimildum blaðsins að fara að kaupa Böðvar frá Íslandsmeisturum FH en þessi tvítugi vinstri bakvörður átti mjög gott tímabil í fyrra þegar FH-liðið endurheimti titilinn.

FC Midtjylland var að missa danska vinstri bakvörðinn Jesper Lauridsen og er Böðvari ætlað að fylla í hans skarð. Böðvar verður þá í samkeppni við Tékkann Filip Novák sem kom til liðsins árið 2015.

Böðvar Böðvarsson skoraði eitt mark og lagði fjögur mörk í 19 leikjum með FH í Pepsi-deildinni 2015. Hann hefur spilað 32 leiki fyirr FH í efstu deild.

FC Midtjylland er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar deildin fór í vetrarfrí en liðið er fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Liðið vann danska meistaratitilinn vorið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×