Lyklavöldin fyrir útgerðina og bankana Bolli Héðinsson skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Uppfullur bræði hrópaði formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum á Alþingi „skiliði lyklunum“. Það að krefjast þess að einhver skili einhverju, ber með sér að sá hinn sami telji sig eiga það sem á að skila. Í þessu tilviki yfirráðum í stjórnarráðinu. Enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið Íslandi með setu í ríkisstjórn í 57 af þeim 72 árum sem Ísland hefur verið lýðveldi eða 80% lýðveldistímans. Er nokkur furða þó Sjálfstæðisflokkurinn telji sig eiga stjórnarráðið. Hafi einhver verið í vafa um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn krafðist lyklanna af þvílíkri ákefð þá kom það fljótlega í ljós. Þeir voru orðnir friðlausir yfir því að geta ekki lækkað auðlindagjald á útgerðarmönnum og með sölu Landsbankans á Borgun freistast margir til að álykta að þeir vilji hafa hönd í bagga um til hverra bönkunum og eignum þeirra er ráðstafað. Þegar salan á Borgun átti sér stað 2014 þá fór það fram hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins (/g/201515102892) og það er ekki fyrr en núna þegar almannarómur er orðinn nógu hávær að þeir taka undir hneykslunarorðin.Auðlindagjald og heilbrigðiskerfið Stærstu viðfangsefni þeirra sem fara munu með völd á Íslandi á næstunni eru annars vegar hvort takast muni að koma á eðlilegu auðlindagjaldi, með útboði aflaheimilda, og hins vegar endurreisn opinbera heilbrigðiskerfisins. Þessi mál eru tengd að því leyti að útboð aflaheimilda er réttlætismál, að þjóðin fái fullt afgjald af auðlind sinni og ekki síður, að ráðstafa gjaldinu til sameiginlegra viðfangsefna. Nú er brýnasta verkefnið endurreisn heilbrigðiskerfisins.Ekkert lært af hruninu Það er með ólíkindum að ekki skuli vera vilji hjá ráðamönnum þjóðarinnar til þess að læra af sögunni t.d. með því að láta rannsaka einkavæðingu bankanna eins og Alþingi hefur þegar samþykkt. Þess vegna mætti rannsaka bæði fyrri einkavæðinguna, þegar vildarvinum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru afhentir bankarnir og einnig þá síðari þegar þeir voru afhentir kröfuhöfum. Það virðist vera einbeittur vilji fjölda stjórnmálamanna að taka upp þráðinn frá því fyrir hrun eins og ekkert hafi í skorist. Í bönkunum iðka menn síðan það sem stjórnvöld hafa fyrir þeim og leyfa sér hegðan sem við héldum að hrunið hefði bundið enda á. – Þar gleymist að bankarnir eru ýmist í eigu eða reknir á ábyrgð ríkisins, almennings í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Borgunarmálið Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Uppfullur bræði hrópaði formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum á Alþingi „skiliði lyklunum“. Það að krefjast þess að einhver skili einhverju, ber með sér að sá hinn sami telji sig eiga það sem á að skila. Í þessu tilviki yfirráðum í stjórnarráðinu. Enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið Íslandi með setu í ríkisstjórn í 57 af þeim 72 árum sem Ísland hefur verið lýðveldi eða 80% lýðveldistímans. Er nokkur furða þó Sjálfstæðisflokkurinn telji sig eiga stjórnarráðið. Hafi einhver verið í vafa um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn krafðist lyklanna af þvílíkri ákefð þá kom það fljótlega í ljós. Þeir voru orðnir friðlausir yfir því að geta ekki lækkað auðlindagjald á útgerðarmönnum og með sölu Landsbankans á Borgun freistast margir til að álykta að þeir vilji hafa hönd í bagga um til hverra bönkunum og eignum þeirra er ráðstafað. Þegar salan á Borgun átti sér stað 2014 þá fór það fram hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins (/g/201515102892) og það er ekki fyrr en núna þegar almannarómur er orðinn nógu hávær að þeir taka undir hneykslunarorðin.Auðlindagjald og heilbrigðiskerfið Stærstu viðfangsefni þeirra sem fara munu með völd á Íslandi á næstunni eru annars vegar hvort takast muni að koma á eðlilegu auðlindagjaldi, með útboði aflaheimilda, og hins vegar endurreisn opinbera heilbrigðiskerfisins. Þessi mál eru tengd að því leyti að útboð aflaheimilda er réttlætismál, að þjóðin fái fullt afgjald af auðlind sinni og ekki síður, að ráðstafa gjaldinu til sameiginlegra viðfangsefna. Nú er brýnasta verkefnið endurreisn heilbrigðiskerfisins.Ekkert lært af hruninu Það er með ólíkindum að ekki skuli vera vilji hjá ráðamönnum þjóðarinnar til þess að læra af sögunni t.d. með því að láta rannsaka einkavæðingu bankanna eins og Alþingi hefur þegar samþykkt. Þess vegna mætti rannsaka bæði fyrri einkavæðinguna, þegar vildarvinum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks voru afhentir bankarnir og einnig þá síðari þegar þeir voru afhentir kröfuhöfum. Það virðist vera einbeittur vilji fjölda stjórnmálamanna að taka upp þráðinn frá því fyrir hrun eins og ekkert hafi í skorist. Í bönkunum iðka menn síðan það sem stjórnvöld hafa fyrir þeim og leyfa sér hegðan sem við héldum að hrunið hefði bundið enda á. – Þar gleymist að bankarnir eru ýmist í eigu eða reknir á ábyrgð ríkisins, almennings í landinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar