Ferð þú áhyggjulaus á klósettið? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:30 Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kennitala á blaði 31. janúar 2016 18:52 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun