Það ætlar enginn að verða fíkill Stefanía Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar