Íslenski boltinn

Fjársöfnun fyrir Abel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Abel Dhaira.
Abel Dhaira. vísir/andri
Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi.

Hann var skorinn upp í heimalandi sínu, Úganda, fyrir áramót vegna meinsins en mun svo hefjast læknismeðferð hér á Íslandi í næstu viku.

Félagið og styrktaraðilar ætla að standa þétt við bakið á Abel og leitast við að tryggja honum bestu læknishjálp sem völ er á stendur í tilkynningunni.

Því hefur ÍBV ákveðið að standa fyrir fjársöfnun til handa Abel í samstarfi við Vodafone.

Hér má sjá upplýsingarnar sem ÍBV vill koma á framfæri.

Þeir  sem vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. Haraldur Bergvinsson er fjárhaldsmaður verkefnisins. Öllu söfnunarfé verður varið til að standa straum af kostnaði Abel vegna þessara veikinda.

Þessi veikindi eru Abel þungbær og við hvetjum alla sem tök hafa á til að sýna honum vinsemd og virðingu í þessari baráttu.

Knattspyrnuráð ÍBV Íþróttafélags.

9071010 - 1.000 kr.

9071020 - 2.000 kr.

9071030 - 3.000 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×