Bjarni, þú ert ekki sammála mér, þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér Kári Stefánsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar