Unga fólkið og svikin Benóný Harðarson skrifar 9. mars 2016 09:50 Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun