Körfubolti

Þegar þú ætlar að vera aðeins of mikill töffari og allt klikkar | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Khalil Iverson.
Khalil Iverson. Vísir/Getty
Körfuboltamaðurinn Khalil Iverson hefur vakið athygli í vetur fyrir tilþrifamikla troðslur en á dögunum ætlaði hann sér of mikið.

Khalil Iverson er á sínu fyrsta ári með Wisconsin-skólanum og er bara að skora 2,8 stig í leik en honum hefur engu að síður tekist að koma sér í tilþrifapakka bandarísku sjónvarpsstöðvanna.

Khalil Iverson ætlaði að bæta einni flottri troðslu í pakkann í leik á móti Minnesota eftir að hann náði að stela boltanum og þaut fram í hraðaupphlaup.

Khalil Iverson ætlaði að bjóða upp á vindmillu troðslu að hætti Dominique Wilkins en missti boltann á klaufalegan hátt á leið sinni upp í troðsluna. Hann náði aðeins að bjarga andlitinu með því að troða boltanum í körfuna skömmu síðar en skaðinn var samt skeður.

Misheppnuð troðsla Khalil Iverson var farin á flug um netið og hann losnar ekki við hana á næstunni. Eftir að ESPN sýndi hana á heimasíðu sinni fór hún ekki framhjá neinum körfuboltaáhugamanni.

Stundum er betra að sleppa því að vera of mikill töffari og gera hlutina bara einfalt. Myndbandið af misheppnaðri troðslu Khalil Iverson er hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×