Hæstvirtur forsætisráðherra Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Kári Stefánsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn í hjarta þjóðarinnar með því að leiða baráttuna gegn Icesave-árásum Steingríms Joð á lífsafkomu hennar. Og svo varstu allt í einu orðinn forsætisráðherra. Ég held það hljóti að vera töluvert áfall ungum manni að verða forsætisráðherra þótt það sé auðvitað gífurleg upphefð. Það er nefnilega þannig að þegar maður er orðinn forsætisráðherra kemst maður ekki hærra upp, er í efsta þrepinu og hættan er sú að manni finnist einhvern veginn að maður eigi ekki skilið að vera þarna og fari að horfa niður. Þá fer mann að sundla. Ef marka má þær sögur sem hafa heyrst af þér síðan þú tókst við embætti ertu búinn að eyða alltof miklum tíma í að velkjast í vafa um eigið ágæti. Það er til dæmis fleyg sú saga að fyrir um það bil ári hafi Bjarni Ben hringt í þig klukkan þrjú um eftirmiðdag og sagt að hann þyrfti að hitta þig þann daginn og þú hafir fallist á að gera það um fimmleytið á skrifstofu þinni. Þegar Bjarni kom var þig hvergi að finna vegna þess að þú varst á leiðinni til Flórída og hafðir verið í bílnum á leiðinni til Keflavíkur þegar símtalið átti sér stað. Hvers vegna í ósköpunum sagðirðu ekki Bjarna að þú værir á leiðinni í frí? Að öllum líkindum vegna þess að þú varst með samviskubit yfir því að fara. Bjánaskapur, afreksmaður eins og þú á skilið að taka sér öll þau frí sem hann þarf á að halda. Það er hins vegar ekki skynsamlegt að bregðast vopnabróður sínum á þennan hátt fyrir ekki meira silfur. Annað dæmi og nýrra er það hvernig þú hófst máls á því að reisa viðbyggingu við Alþingishúsið eftir gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Í fyrsta lagi hafa leiðtogar með áhuga á borgarskipulagi gjarnan lagt sig fram um að láta það mótast af byggingarlist samtíma en ekki fortíðar. Í annan stað er Ísland barmafullt af góðum arkitektum sem forsætisráðherra ætti að veita tækifæri frekar en Guðjóni. Hann þarf ekki á því að halda lengur. Í þriðja lagi beinir Guðjón Samúelsson óþægilega mikið athyglinni að gömlum tengslum Framsóknarflokksins við evrópsk stjórnmálaöfl fortíðarinnar sem við viljum helst gleyma. Það lítur líka skringilega út í augum okkar hinna það frumvarp þitt til laga sem flytur umsjón með húsafriðun yfir í forsætisráðuneytið. Það ber með sér að þú hafir áhuga á skipulagi og húsum og jafnvel sérstaklega á gömlum húsum. Ég lít á þann áhuga þinn sem kost en ekki löst og ég hef svolítið gaman af honum. Slíkur áhugi getur hins vegar reynst hættulegur ef honum fylgir vald til þess að hrinda í framkvæmd skoðunum sem byggja á áhuga einum saman, tærum og fallegum, en hvorki þekkingu né skilningi. Það er svo allt eins líklegt að næsti forsætisráðherra eins og sá síðasti hafi harla lítinn áhuga á gömlum húsum sem þarfnast friðunar. Þriðja dæmið um það sem ég held að sé afleiðing þess að þú stendur í efsta þrepinu og horfir niður og þig sundlar eru samskipti þín við fjölmiðla. Þú hefur æ ofan í æ kvartað undan því að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við þig og blaðamenn spyrji þig vondra spurninga. Þessi skoðun þín byggir á grundvallarmisskilningi. Þegar blaðamenn henda í þig hörðum boltum ber þér ekki að líta á það sem ósanngjarna aðferð til þess að meiða þig heldur tækifæri til þess að sýna þjóðinni að þú sért sterkur og fastur fyrir og vitir hvað þú sért að gera og getir tjáð þig um það þannig að það fari ekkert á milli mála. Það kastaði þá fyrst tólfunum þegar þú brást við þeirri gagnrýni að þú hefðir hagað þér kjánalega í viðtali við Gísla Martein í sjónvarpsþætti með því að segja að hann hefði gert það líka. Gísli Marteinn er bara lítill strákur sem vinnur við sjónvarp en þú ert forsætisráðherra lýðveldisins? Síðasta dæmið sem ég ætla að rekja hér er tillagan sem þú settir fram á föstudaginn, að flytja fyrirhugaða spítalabyggingu frá Hringbraut yfir að Vífilsstöðum. Vífilsstaðalandið er fallegt og ég er handviss um að það er í sjálfu sér miklu hentugra til þess að setja þar niður spítala heldur en Hringbrautarlóðin. Staðsetning á húsi yfir spítala er hins vegar bara einn af mörgum eiginleikum spítalans og ekki endilega sá sem mestu máli skiptir. Svo eru það þær raddir sem halda því fram og hafa nokkuð til síns máls að það sé búið að leggja of mikið í undirbúning að spítalahúsi við Hringbraut til þess að fara með það annað og svo séu flestir starfsmenn spítalans búnir að bindast staðnum of sterkum tilfinningalegum böndum til þess að það sé réttlætanlegt að rjúfa þau, starfsmennirnir séu nefnilega það besta sem spítalinn búi að. Síðan hafa líka heyrst þær raddir að spítalinn eigi að vera í nánd við Háskólann og þess vegna sé Hringbrautin hentugur staður. Þessar raddir hljóma allar meira og minna sannfærandi en engu að síður skiptir það mestu máli að reisa hús yfir spítalann sem fyrst. Það er akkúrat hér sem glæpur þinn liggur, Sigmundur. Þú lagðir fram Vífilsstaðatillöguna án þess að ræða hana við heilbrigðismálaráðherra sem fer með þau mál er lúta að Landspítalanum eða fjármálaráðherra sem hafði yfirumsjón með smíð fjárlaga sem kveða á um fé til Hringbrautarlausnarinnar. Það er með öllu fordæmislaust að forsætisráðherra í samsteypustjórn gangi opinberlega gegn mikilvægum ákvörðunum fagráðherra úr samstarfsflokki hans í ríkisstjórn. Það má leiða að því rök að þar með sért þú genginn í lið með stjórnarandstöðunni og sitjir beggja vegna borðs, bæði sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður. Bjarni Ben og Kristján Þór fréttu af tillögunni þinni með því að lesa um hana í dagblöðum. Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðismálum forystu í landinu. Sá eini úr þeirra hópi sem ég veit að þú talaðir við áður en þú hentir sprengjunni var landlæknir sem ráðlagði þér gegn þessu. Það er líklegt að með þessu hafir þú aukið á þá erfiðleika sem við verðum að yfirstíga til þess að húsið rísi fljótt. Hinn möguleikinn er sá að menn ákveði einfaldlega að hunsa þig í þessu máli, forsætisráðherrann sjálfan, og haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það væri býsna auðmýkjandi fyrir ungan forsætisráðherra. Mér skilst á þeim sem gerst þekkja til þín að þú talir sjaldan við nokkurn mann, ekki einu sinni þingmenn úr þínum eigin flokki og greinilega ekki heldur við samráðherra þína áður en þú veður inn í þeirra málaflokka skæddur á ýmsan máta. Sagan segir líka að þú sitjir löngum stundum einn í myrku herbergi í Alþingishúsinu. Það getur heldur ekki talist gott vegna þess að myrkrið er ekki bara fjarvera ljóss heldur líka eitthvað vont sem leggst á sálina og sviptir hana kærleika sem er eitt af þeim tækjum sem forsætisráðherra verður að nota í sínu daglega starfi. Þessi tilhneiging þín til þess að einangra þig hefur gert það að verkum að gárungarnir eru farnir að segja eftirfarandi brandara: Á fyrstu tveimur árum þínum í forsætisráðherrastóli kvartaði stjórnarandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni. Þú værir best geymdur annars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flórída að fá útrás fyrir áhuga þinn á skipulagsmálum með því að spila Matador við sjálfan þig. Þetta er ekki nema svona rétt mátulega fyndið en segir svolítið um það hvers konar augum samfélagið lítur þig þessa dagana. Ég er hins vegar með tillögu til úrbóta sem ég held að gæti galdrað til baka stjórnmálamanninn unga sem við öll hrifumst af: Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á miðvikudögum, slæst í hópinn með sjósundsfólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráðherra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur. Þá verður allt gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð, það eru ekki nema nokkur ár síðan þú komst inn í íslensk stjórnmál eins og ferskur vindur á vordegi. Þú varst ungur og hugrakkur og horfðir yfir landið hvössum augum og sást hvað skipti máli og hvað ekki. Þú braust inn í hjarta þjóðarinnar með því að leiða baráttuna gegn Icesave-árásum Steingríms Joð á lífsafkomu hennar. Og svo varstu allt í einu orðinn forsætisráðherra. Ég held það hljóti að vera töluvert áfall ungum manni að verða forsætisráðherra þótt það sé auðvitað gífurleg upphefð. Það er nefnilega þannig að þegar maður er orðinn forsætisráðherra kemst maður ekki hærra upp, er í efsta þrepinu og hættan er sú að manni finnist einhvern veginn að maður eigi ekki skilið að vera þarna og fari að horfa niður. Þá fer mann að sundla. Ef marka má þær sögur sem hafa heyrst af þér síðan þú tókst við embætti ertu búinn að eyða alltof miklum tíma í að velkjast í vafa um eigið ágæti. Það er til dæmis fleyg sú saga að fyrir um það bil ári hafi Bjarni Ben hringt í þig klukkan þrjú um eftirmiðdag og sagt að hann þyrfti að hitta þig þann daginn og þú hafir fallist á að gera það um fimmleytið á skrifstofu þinni. Þegar Bjarni kom var þig hvergi að finna vegna þess að þú varst á leiðinni til Flórída og hafðir verið í bílnum á leiðinni til Keflavíkur þegar símtalið átti sér stað. Hvers vegna í ósköpunum sagðirðu ekki Bjarna að þú værir á leiðinni í frí? Að öllum líkindum vegna þess að þú varst með samviskubit yfir því að fara. Bjánaskapur, afreksmaður eins og þú á skilið að taka sér öll þau frí sem hann þarf á að halda. Það er hins vegar ekki skynsamlegt að bregðast vopnabróður sínum á þennan hátt fyrir ekki meira silfur. Annað dæmi og nýrra er það hvernig þú hófst máls á því að reisa viðbyggingu við Alþingishúsið eftir gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar. Í fyrsta lagi hafa leiðtogar með áhuga á borgarskipulagi gjarnan lagt sig fram um að láta það mótast af byggingarlist samtíma en ekki fortíðar. Í annan stað er Ísland barmafullt af góðum arkitektum sem forsætisráðherra ætti að veita tækifæri frekar en Guðjóni. Hann þarf ekki á því að halda lengur. Í þriðja lagi beinir Guðjón Samúelsson óþægilega mikið athyglinni að gömlum tengslum Framsóknarflokksins við evrópsk stjórnmálaöfl fortíðarinnar sem við viljum helst gleyma. Það lítur líka skringilega út í augum okkar hinna það frumvarp þitt til laga sem flytur umsjón með húsafriðun yfir í forsætisráðuneytið. Það ber með sér að þú hafir áhuga á skipulagi og húsum og jafnvel sérstaklega á gömlum húsum. Ég lít á þann áhuga þinn sem kost en ekki löst og ég hef svolítið gaman af honum. Slíkur áhugi getur hins vegar reynst hættulegur ef honum fylgir vald til þess að hrinda í framkvæmd skoðunum sem byggja á áhuga einum saman, tærum og fallegum, en hvorki þekkingu né skilningi. Það er svo allt eins líklegt að næsti forsætisráðherra eins og sá síðasti hafi harla lítinn áhuga á gömlum húsum sem þarfnast friðunar. Þriðja dæmið um það sem ég held að sé afleiðing þess að þú stendur í efsta þrepinu og horfir niður og þig sundlar eru samskipti þín við fjölmiðla. Þú hefur æ ofan í æ kvartað undan því að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við þig og blaðamenn spyrji þig vondra spurninga. Þessi skoðun þín byggir á grundvallarmisskilningi. Þegar blaðamenn henda í þig hörðum boltum ber þér ekki að líta á það sem ósanngjarna aðferð til þess að meiða þig heldur tækifæri til þess að sýna þjóðinni að þú sért sterkur og fastur fyrir og vitir hvað þú sért að gera og getir tjáð þig um það þannig að það fari ekkert á milli mála. Það kastaði þá fyrst tólfunum þegar þú brást við þeirri gagnrýni að þú hefðir hagað þér kjánalega í viðtali við Gísla Martein í sjónvarpsþætti með því að segja að hann hefði gert það líka. Gísli Marteinn er bara lítill strákur sem vinnur við sjónvarp en þú ert forsætisráðherra lýðveldisins? Síðasta dæmið sem ég ætla að rekja hér er tillagan sem þú settir fram á föstudaginn, að flytja fyrirhugaða spítalabyggingu frá Hringbraut yfir að Vífilsstöðum. Vífilsstaðalandið er fallegt og ég er handviss um að það er í sjálfu sér miklu hentugra til þess að setja þar niður spítala heldur en Hringbrautarlóðin. Staðsetning á húsi yfir spítala er hins vegar bara einn af mörgum eiginleikum spítalans og ekki endilega sá sem mestu máli skiptir. Svo eru það þær raddir sem halda því fram og hafa nokkuð til síns máls að það sé búið að leggja of mikið í undirbúning að spítalahúsi við Hringbraut til þess að fara með það annað og svo séu flestir starfsmenn spítalans búnir að bindast staðnum of sterkum tilfinningalegum böndum til þess að það sé réttlætanlegt að rjúfa þau, starfsmennirnir séu nefnilega það besta sem spítalinn búi að. Síðan hafa líka heyrst þær raddir að spítalinn eigi að vera í nánd við Háskólann og þess vegna sé Hringbrautin hentugur staður. Þessar raddir hljóma allar meira og minna sannfærandi en engu að síður skiptir það mestu máli að reisa hús yfir spítalann sem fyrst. Það er akkúrat hér sem glæpur þinn liggur, Sigmundur. Þú lagðir fram Vífilsstaðatillöguna án þess að ræða hana við heilbrigðismálaráðherra sem fer með þau mál er lúta að Landspítalanum eða fjármálaráðherra sem hafði yfirumsjón með smíð fjárlaga sem kveða á um fé til Hringbrautarlausnarinnar. Það er með öllu fordæmislaust að forsætisráðherra í samsteypustjórn gangi opinberlega gegn mikilvægum ákvörðunum fagráðherra úr samstarfsflokki hans í ríkisstjórn. Það má leiða að því rök að þar með sért þú genginn í lið með stjórnarandstöðunni og sitjir beggja vegna borðs, bæði sem forsætisráðherra og stjórnarandstöðuþingmaður. Bjarni Ben og Kristján Þór fréttu af tillögunni þinni með því að lesa um hana í dagblöðum. Tillagan, sem í efni sínu var í það minnsta allt í lagi, var sett fram sem nokkurs konar stríðyfirlýsing gegn samstarfsflokki þínum í ríkisstjórninni og þeim aðilum sem veita heilbrigðismálum forystu í landinu. Sá eini úr þeirra hópi sem ég veit að þú talaðir við áður en þú hentir sprengjunni var landlæknir sem ráðlagði þér gegn þessu. Það er líklegt að með þessu hafir þú aukið á þá erfiðleika sem við verðum að yfirstíga til þess að húsið rísi fljótt. Hinn möguleikinn er sá að menn ákveði einfaldlega að hunsa þig í þessu máli, forsætisráðherrann sjálfan, og haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Það væri býsna auðmýkjandi fyrir ungan forsætisráðherra. Mér skilst á þeim sem gerst þekkja til þín að þú talir sjaldan við nokkurn mann, ekki einu sinni þingmenn úr þínum eigin flokki og greinilega ekki heldur við samráðherra þína áður en þú veður inn í þeirra málaflokka skæddur á ýmsan máta. Sagan segir líka að þú sitjir löngum stundum einn í myrku herbergi í Alþingishúsinu. Það getur heldur ekki talist gott vegna þess að myrkrið er ekki bara fjarvera ljóss heldur líka eitthvað vont sem leggst á sálina og sviptir hana kærleika sem er eitt af þeim tækjum sem forsætisráðherra verður að nota í sínu daglega starfi. Þessi tilhneiging þín til þess að einangra þig hefur gert það að verkum að gárungarnir eru farnir að segja eftirfarandi brandara: Á fyrstu tveimur árum þínum í forsætisráðherrastóli kvartaði stjórnarandstaðan oft undan fjarveru þinni úr þingsal og því að þú væri gjarnan í fríi og það næðist ekki í þig. Sannist hér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þjáist nefnilega ekki bara stjórnarandstaðan og stjórnin heldur þjóðin öll af skorti á fjarveru þinni. Þú værir best geymdur annars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flórída að fá útrás fyrir áhuga þinn á skipulagsmálum með því að spila Matador við sjálfan þig. Þetta er ekki nema svona rétt mátulega fyndið en segir svolítið um það hvers konar augum samfélagið lítur þig þessa dagana. Ég er hins vegar með tillögu til úrbóta sem ég held að gæti galdrað til baka stjórnmálamanninn unga sem við öll hrifumst af: Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á miðvikudögum, slæst í hópinn með sjósundsfólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráðherra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur. Þá verður allt gott.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun