Þar til dauðinn aðskilur Lára V. Júlíusdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun