Körfubolti

Trikala í vandræðum eftir fjórða tapið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Axel er fastamaður í íslenska landsliðinu.
Hörður Axel er fastamaður í íslenska landsliðinu. vísir/valli
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar hans í gríska körfuboltaliðinu Trikala töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir PAOK, 79-88, á heimavelli í dag.

Hörður Axel lék í rúmar 28 mínútur í dag; skoraði sex stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hann hitti úr tveimur af fjórum skotum sem hann tók í leiknum.

Trikala er í 11. sæti deildarinnar sem telur 14 lið. Hörður og félagar eru með 31 stig, jafnmörg og liðin í 12. og 13. sæti.

Trikala er svo þremur stigum á eftir AGO Rethymno í 8. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×