Fótbolti

Engir áhorfendur á EM?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá Toulouse þar sem verður keppt á EM.
Frá Toulouse þar sem verður keppt á EM. vísir/getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, útilokar ekki þann möguleika að spila EM án áhorfenda ef hryðjuverk halda áfram í Evrópu næstu mánuði.

Varaforseti sambandsins, Giancarlo Abete, sagði við ítalska útvarpsstöð að það gæti þurft að grípa til aðgerða sem ekki hafa sést áður.

„Það er ekki hægt að fresta EM og mótið verður að fara fram. Við getum ekki útilokað þann möguleika að leikir fari fram fyrir tómum völlum þar sem við getum ekki útilokað hryðjuverk í augnablikinu,“ sagði Abete.

„Það er enn smá tími í EM en við erum að fara í gegnum neyðarástand og verðum að sjá hvað gerist í kjölfarið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×