Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin og vítakeppnina í Meistarakeppninni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik liðanna síðasta sumar.
Úr leik liðanna síðasta sumar. vísir/andri marinó
Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit í leik Vals og FH í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin fyrir Val á lokamínútu leiksins með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu.

Því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem Valsmenn voru öryggið uppmálað. Þeir skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum á meðan Steven Lennon og Bergsveinn Ólafsson skutu báðir í slána fyrir FH.

Staðan eftir fyrstu þrjár umferðirnar var 3-1 og Sindri Björnsson tryggði Valsmönnum svo titilinn þegar hann skoraði úr fjórðu spyrnu þeirra.

Mörkin úr leiknum og vítakeppnina má sjá hér að neðan.

Mörkin úr leiknum Vítakeppnin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×