Íslenski boltinn

Jafntefli í snjókomu á Húsavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona voru aðstæður á Húsavík er leikur hófst í kvöld.
Svona voru aðstæður á Húsavík er leikur hófst í kvöld. mynd/facebook-síða græna hersins
Gervigrasið á Húsavík kom í góðar þarfir í kvöld er keppni hófst í 2. deild karla. Þá fóru fram þrír leikir.

Á Húsavík gerðu Völsungur og Magni 1-1 jafntefli. Arnþór Hermansson skoraði mark Völsungs en ekki er vitað hver skoraði mark Magna. Bergur Jónmundsson Völsungur fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu.

Grótta lagði ÍR, 0-2. Agnar Guðjónsson skoraði annað marka Gróttu.

KV tapaði svo gegn Aftureldingu, 1-3, í Vesturbænum. Njörður Þórhallsson skoraði fyrir KV en þeir Wentzel Steinarr Kamban, Nik Anthony Chamberlain og Kristófer Örn Jónsson skoruðu mörk Aftureldingar að því er kemur fram á urslit.net.

Svona var staðan í hálfleik á Húsavík. Það hætti ekki að snjóa.mynd/facebook-síða græna hersins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×