Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun