Illa staðið að rétti barns til sameiginlegrar forsjár foreldra á Íslandi François Scheefer skrifar 28. maí 2016 12:15 Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra?
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun