Ný stjórnarskrá Íslands skiptir miklu máli fyrir Evrópu (og heimsbyggð alla) Arne Hintz skrifar 17. maí 2016 00:00 Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brexit Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun