Íslenski boltinn

Farid Zato aftur til Ólsara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Farid Zato í leik með KR.
Farid Zato í leik með KR. vísir/stefán
Farid Zato, miðjumaðurinn sterki sem spilaði með Keflavík í Pepsi-deildinni í fyrra, er genginn í raðir nýliða Víkings úr Ólafsvík, að því fram kemur á fótbolti.net.

Hann er búinn að semja við Ólsara út tímabilið en síðast lék hann með Sigma Olomouc í tékknesku úrvalsdeildinni.

Farid er ekki kominn með leikheimild en félagaskiptaglugganum var lokað í gær. Hann er ekki löglegur með liðinu í Vesturlandsslagnum gegn ÍA í kvöld.

Farid spilaði með Ólsurum þegar þeir voru síðast uppi í Pepsi-deildinni 2014 en eftir það fór hann til KR og svo til Keflavíkur á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×