Körfubolti

Ægir spilaði vel og Huesca í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ægir í leik með KR fyrr í vetur.
Ægir í leik með KR fyrr í vetur. vísir/vilhelm
Ægir Þór Steinarsson og félagar í Peñas Huesca eru komnir í úrslitaleikinn um laust sæti í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Peñas Huesca vann 20 stiga sigur á San Pablo Inmobiliaria Burgos í fjórða leik liðanna í adg, 81-61, og tryggði sér þar af leiðandi 3-1 sigur í einvíginu.

Ægir Þór spilaði vel í dag, en hann skoraði átta stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Huesca er því komið í úrslitaleikinn um laust sæti í efstu deildinni á Spáni, ACB, en þar mun liðið mæta annað hvort Club Melilla Baloncesto eða Leyma Básquet Coruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×