Íslenski boltinn

Pablo Punyed: Fáránlegt að svona ömurleg dómgæsla sé leyfð í efstu deild

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pablo Punyed var ekki sáttur með dómgæsluna.
Pablo Punyed var ekki sáttur með dómgæsluna. vísir/ernir
Pablo Punyed, miðjumaður ÍBV, var eins og aðrir Eyjamenn svekktur með vítaspyrnudóminn sem varð til þess að liðið varð af tveimur stigum í leiknum gegn Ólsurum í kvöld.

ÍBV og nýliðarnir úr Ólafsvík gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld en gestirnir tryggðu sér eitt stig með marki úr vítaspyrnu á 85. mínútu, tveimur mínútum eftir að Eyjamenn komust yfir.

ÍBV er með fjögur stig eftir leikinn en Bjarni Jóhannsson sagði í viðtali við Vísi að Ólsarar hefðu fengið eitt stig, ÍBV eitt stig og dómarinn eitt stig.

Hrvoje Tokic fiskaði vítaspyrnuna og tók hana sjálfur, en eins og sést á myndbandinu kemur Jonathan Barden lítið sem ekkert við Tokic í teignum. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði.

„Ömurleg dómgæsla í dag, vá. Það er fáránlegt að svona sé bara leyft í efstu deild. Þakkir fá samt allir sem komu á völlinn. Við verðskulduðum meira,“ sagði Pablo Punyed á Twitter-síðu sinni í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×