Íslenski boltinn

Fékk Hallur rautt fyrir að slá í pung Eyjamanns? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, var rekinn af velli í fyrri hálfleik í leik Þróttar og ÍBV í 6. umferð Pepsi-deildar karla.

Þetta er fyrsti leikur umferðarinnar og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, gaf Halli beint rautt spjald á 38. mínútu og því þurfa Þróttarar að spila manni færri í 52 mínútur í þessum leik.

Hallur Hallsson fékk rautt spjald í framhaldi á því að honum og Mikkel Maigaard Jakobsen lenti saman eftir samstuð við hliðarlínuna.

Mikkel Maigaard Jakobsen henti brúsa i viðkvæman stað þegar Hallur sat á grasinu og Hallur var allt annað en sáttur og strunsaði á eftir Dananum og virtist slá í pung Mikkel Maigaard Jakobsen.

Mikkel Maigaard Jakobsen kvartaði strax en á myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan sést þetta afdrifaríka atvik. Dæmi nú hver fyrir sig en það í það minnsta ljóst að Hallur gerir eitthvað við Danann.

Þóroddur Hjaltalín virðist á þessu myndbandi ekki sjá hvað gerist en hann fékk væntanlega hjálpa frá aðstoðarmönnum sínum því hann reif upp rauða spjaldið.

Það er hægt að fylgjast með gangi mála í leik Þróttar og ÍBV í beinni textalýsingu á Vísir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×