Körfubolti

Real vann fjórða leikinn og sendi Jón Arnór og félaga í sumarfrí

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór er kominn í sumarfrí.
Jón Arnór er kominn í sumarfrí. vísir/valli
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Valencia eru úr leik í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tap á heimavelli sínum gegn Real Madrid í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

Eftir spennandi leik vann Real tveggja stiga sigur, 82-80, en Real Madrid hafði sigur í einvíginu, 3-1. Það vann fyrstu tvo leikina á heimavelli en Valencia svaraði svo með sigri í síðasta leik.

Leikurinn í kvöld var mjög spennandi undir lokin en Valencia kom til baka í seinni hálfleik eftir að sjö stigum undir, 48-41, um miðjan þriðja leikhluta. Mestur var munurinn tvö stig á liðunum síðustu mínúturnar.

Þegar ein mínúta var eftir var Real Madrid yfir, 74-73, en Real Madrid var sleipara á svellinu undir lokin og vann tveggja stiga sigur, 82-80.

Jón Arnór spilaði fimmtán mínútur í leiknum í kvöld og skoraði átta stig, öll úr teignum. Hann tók að auki eitt frákast og gaf tævr stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×