Buxurnar heillar þjóðar Kári Stefánsson skrifar 8. júní 2016 07:00 Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert. Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann. Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins. Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt. Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála. Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar