Fótbolti

Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Bjarnason hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undir stjórn Heimis og Lars.
Birkir Bjarnason hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undir stjórn Heimis og Lars. vísir/vilhelm
Þjálfarateymið Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja að Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Jón Daði Böðvarsson séu allir í góðum gír og engar áhyggjur til að hafa af þeim. Enginn kom við sögu í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein. Kári hefur glímt við flensu en Birkir og Jón Daði smávægileg meiðsli.

Lars sagði að Birkir og Kári hefðu báðir æft í dag. Kári væri að verða hress en þeir hefðu ekki viljað taka neina áhættu. Eitthvað hefði blætt inn á læri Birkis sem væri minniháttar. Það hefði þó getað versnað og seinkað batanum fengi hann högg á sama stað og því hefði Akureyringurinn hvílt.

Jón Daði er líka á fínum stað en engin ástæða til að taka neina áhættu með hann frekar en Birki og Kára. Þá sagðist Kolbeinn Sigþórsson í viðtali eftir leikinn líða ágætlega en hann hefur glímt við meiðsli í hné. Hann spilaði 80 mínútur í kvöld og skoraði.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×