Handbolti

Stelpurnar hans Þóris flugu inn á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norska liðið tekur bæði þátt á Ólympíuleikum og EM seinna á árinu.
Norska liðið tekur bæði þátt á Ólympíuleikum og EM seinna á árinu. vísir/getty
Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið á EM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í desember.

Norsku stelpurnar gerðu góða ferð til Minsk í gær og unnu 10 marka sigur, 22-32, á Hvíta-Rússlandi. Með sigrinum gulltryggði Noregur sér farseðilinn til Svíþjóðar.

Noregur situr á toppi riðils 1 með átta stig, líkt og Rúmenía, en bæði liðin eru komin á EM.

Norska liðið er handhafi allra stærstu titlanna í kvennahandboltanum en Þórir hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við liðinu af Marit Breivik fyrir sjö árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×