Ná ekki endum saman! Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun