Fótbolti

Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðgeir, Gunnar Már og frú, Daði, Gunnar Valur og Bjarki Baldvins.
Friðgeir, Gunnar Már og frú, Daði, Gunnar Valur og Bjarki Baldvins.
Gunnar Már Guðmundsson, herra Fjölnir, var á meðal hundruð Íslendinga í Íslendingapartý á ströndinni í Marseille sem hófst klukkan 15 í dag og stendur enn þegar þessi orð eru rituð. Hann leyfði sér að drekka bjór en litlu munaði að hann þyrfti að vera þurr í ferðinni.

Gunnar Valur Gunnarsson félagi hans hafði tekið af honum loforð.

„Gunni var búinn að taka af mér loforð að ég fengi ekki bjór í ferðinni nema við myndum vinna KR,“ segir Grafarvogsbúinn hávaxni en eins og frægt er orðið tóku Fjölnismenn KR-inga 3-1 á heimavelli í síðustu umferð í Pepsi-deildinni. Strax að leik loknum var komin pressa á Gunnar Má.

„Gunni kom inn í klefa strax eftir leik og öskraði að við yrðum að drífa okkur. Við værum að verða of seinir,“ segir Gunnar Már og við tók skemmtilegur bíltúr út í flugstöðina í Keflavík þaðan sem þeir félagarnir flugu út á vit EM-ævintýris.

Gunnar Már og fleiri Fjölnismenn verða á leiknum annað kvöld en þurfa svo að vera mættir heim á æfingu þriðjudaginn 21. júní. Þjálfari þeirra Ágúst Gylfason er einnig á svæðinu og verður á meðal um tíu þúsund Íslendinga á Stade-Vélodrome á morgun þegar Íslendingar mæta Ungverjum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×