Fótbolti

Aron Einar: Er mikill United-maður og vildi því skipta á treyju við Ronaldo

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron fékk ekki treyju Ronaldo.
Aron fékk ekki treyju Ronaldo. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, þurfti að svara nokkrum spurningum um misheppnuð treyjuskipti sín og Cristiano Ronaldo, fyrirliða portúgalska landsliðsins.

Þýska blaðið Bild lét lesa á varir Ronaldo og skrifaði blaðið frétt um að Ronaldo hefði sagt „who are you“ þegar okkar maður bað hann um treyjuna. Svo var ekki.

„Hann sagði bara "inside", hitt er ekki satt. Það er bara orðrómur. Ég er ekkert að einbeita mér að þessu heldur undirbúa mig fyrir næsta leik. Ég læt ykkur um sögusagnirnar,“ sagði Aron Einar.

„Ég er mikill United-maður og langaði því í treyjuna þar sem hann spilaði fyrir United. Meira var það ekki,“ sagði Aron Einar, en aðspurður við hvern hann myndi reyna að skipta á treyjum við eftir leikinn gegn Ungverjalandi svaraði fyrirliðinn:

„Ég held ég láti það vera úr þessu.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×