Fótbolti

Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stemningin í Saint-Étienne var ólýsanleg.
Stemningin í Saint-Étienne var ólýsanleg. vísir/vilhelm/getty
Það eru margir sem vilja vera Íslendingar í dag eftir úrslit strákanna okkar gegn Portúgal og stemninguna sem frábærir íslenskir stuðningsmenn mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudaginn.

Einn þeirra sem vildi vera Íslendingur í einn dag og taka þátt í þessari sögulegu stund var skoski fjölmiðlamaðurinn Colin Murray sem knattspyrnuáhugamenn kannast vafalítið við úr þáttunum Match of the day 2 sem hann stýrði í nokkur ár.

Eftir að hann hætti hjá BBC fyrir tveimur árum gerðist hann útvarpsmaður á talkSPORT, stærstu íþróttaútvarpsstöð Evrópu, þar sem hann er með daglegan þátt sem er mjög vinsæll. Fastagestir hjá honum eru fyrrverandi knattspyrnumennirnir Matt Holland og Keith Gillespie, fyrrverandi leikmaður Manchester United.

Murray fór með Gillespie til Saint-Étienne og talaði við Íslendinga fyrir leikinn. Þeir horfðu svo á leikinn og tóku upp á meðan og fögnuðu svo með íslensku stuðningsmönnunum eftir leik. Inn í innslagið er svo fléttað lýsingu talkSPORT frá leiknum. Undir spila Björk og Sigur Rós en óhætt er að fullyrða að þetta innslag séu sjö mínútur af hreinni gæsahúð.

Innslagið má heyra hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Jói Berg fann ekki fjölskylduna sína

"Ef þið sjáið sex manns klædda í appelsínugult í Marseille, þá er það fjölskyldan hans Jóa,“ sagði Heimir Hallgrímsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×