Fótbolti

Aron Einar var tæpur fyrir Portúgalsleikinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar í leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne.
Aron Einar í leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Vísir/Vilhelm
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson viðurkenndi á fundi með blaðamönnum í morgun að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði verið tæpur fyrir leikinn gegn Portúgal.

„Við vorum með plan a og plan b,“ sagði Heimir um aðdraganda leiksins en Aron Einar glímdi við meiðsli í ökkla í aðdraganda mótsins en frestaði aðgerð svo hann gæti spilað með landsliðinu á EM.

„Þið þekkið öll Aron Einar, þið sem talið íslensku, og vitið fyrir hvað hann stendur,“ sagði Heimir við blaðamenn.

„Hann kláraði leikinn, og ég veit ekki hvað hann hljóp mikið. Allt kredit til hans.“

Aðspurður hvort Aron yrði klár í leikinn gegn Ungverjum sagði Heimir:

„Ef ég nota orðin hans, þá er hann betri eftir leikinn (gegn Portúgal) en fyrir hann.“

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×