Fótbolti

Kári: Bensín á eldinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Árnason á blaðamannafundinum í dag.
Kári Árnason á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi strákanna okkar í Annecy í dag að úrslitin gegn Portúgal hefðu ekki bara verið mikilvæg fyrir framhaldið í keppninni heldur gerðu þau mikið fyrir leikmannahópinn.

Strákarnir okkar eru búnir að vera lengi saman núna og voru búnir að bíða lengi eftir leiknum gegn Portúgal þar sem íslenska liðið nældi í fyrsta stigið á stórmóti í sínum fyrsta leik.

„Tilfinningin var frábær. Þessi frammistaða gegn Portúgal og að ná stigi var eins og bensín á eldinn. Það var mikilvægt að halda jákvæðni innan hópsins,“ sagði Kári á blaðamannafundinum í dag.

Íslenska þjóðin er að tapa sér vegna frammistöðu strákanna og viðurkennir Kári að þeir eru meðvitaðir um mikla og jákvæða umræðu heima fyrir.

„Maður bjóst ekki við að 8.000 Íslendingar myndu þakka niður í heilum velli. Það var framar öllum vonum,“ sagði Kári.

„Það er gaman að heyra af jákvæðri umfjöllun. Vonandi snýst hún ekki ef á móti blæs,“ sagði Kári Árnason.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Jói Berg fann ekki fjölskylduna sína

"Ef þið sjáið sex manns klædda í appelsínugult í Marseille, þá er það fjölskyldan hans Jóa,“ sagði Heimir Hallgrímsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×