Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund strákanna okkar í heild sinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Annecy í dag en tveir dagar eru þar til strákarnir okkar mæta Ungverjalandi á Stade Vélodrome í Marseille.

Blaðamenn frá Íslandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Bretlandi og Noregi voru á fundinum og spurðu strákana spjörunum úr fyrir þennan mikilvæga leik gegn Ungverjum en sigur þar getur fleytt Íslandi í 16 liða úrslitin.

Vísir var með beina útsendingu frá fundinum en upptöku frá honum má sjá hér að ofan sem og textalýsingu blaðamanns Vísis í Annecy.


Tengdar fréttir

Íslendingarnir sagðir vera til fyrirmyndar

Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, var í skýjunum yfir hegðun stuðningsmanna íslenska liðsins á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í fyrrakvöld. Veit ekki til að lögregla hafi þurft að hafa nokkur afskipti af Íslendingum.

EM dagbók: Portkonur með tískuvit?

Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×