Fótbolti

Þeir sem spiluðu í Saint-Étienne í gærkvöldi hvíla í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck ræddi við blaðamenn í morgun. Hann líkti jafnteflinu í gær við 5-0 sigur Svía á Búlgörum á EM 2004.
Lars Lagerbäck ræddi við blaðamenn í morgun. Hann líkti jafnteflinu í gær við 5-0 sigur Svía á Búlgörum á EM 2004. Vísir/Vilhelm
Byrjunarliðsmenn Íslands í leiknum gegn Portúgal í gærkvöldi verða í endurhæfingu á hóteli liðsins í alpabænum Annecy í dag. Aðrir leikmenn í hópnum mæta á æfingavöll landsliðsins í dag og æfa venju samkvæmt.

Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Theodór Elmar Bjarnason veittu fjölmiðlum viðtöl klukkan tólf að staðartíma, tíu að íslenskum tíma í morgun þar sem þetta kom fram. 

Allir leikmenn liðsins æfa á morgun samkvæmt áætlun en Lars Lagerbäck sagði við blaðamenn í morgun að allir hefðu komist heilir frá leiknum. Leikmenn íslenska liðsins hlupu mikið í gær og fór mikil orka í að stöðva sóknarleik Portúgala með þá Ronaldo og Nani í broddi fylkingar. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×