Fótbolti

Fan Zone-ið í Saint-Étienne verður opnað klukkan 15

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá stuðningsmannasvæðinu í gær.
Frá stuðningsmannasvæðinu í gær. Mynd/Ríkislögreglustjóri
Íslenskir stuðningsmenn munu mála Saint-Étienne bláa í dag í tilefni viðureignar karlalandsliðsins við Portúgala á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. Flestir munu væntanlega mæta á stuðningsmannasvæðið, svokallað fan zone, sem verður opnað klukkan 15.

Áfengi verður selt á staðnum en nokkurs misskilnings hefur gætt vegna fregna af bjórbanni í Frakklandi. Umrætt bann á aðeins við svæðið sem skilgreint er af 100 metra fjarlægð frá leikvanginum.

Risaskjár er á stuðningsmannasvæðinu, áfengi og matur til sölu og reikna má með fjölda Íslendinga og Portúgala á svæðinu. Stuð, stuð og aftur stuð.

Sex fulltrúar ríkislögreglustjóra eru í Saint-Étienne til að aðstoða íslenska stuðningsmenn. Þeir eru virkir á Facebook en hægt að er komast á síðuna hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×