Fótbolti

Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í rólegheitum á hótelinu í dag.
Aron Einar Gunnarsson í rólegheitum á hótelinu í dag. vísir/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson segir að það sé ólýsanleg tilfinning að vera kominn á þetta risastóra svið nú þegar einn sólarhringur í fyrsta leik Íslands á stórmóti í fótbolta.

„Þetta er bara ólýsanlegt. Manni dreymdi um þetta sem krakki. Ég held að alla þessa stráka í landsliðinu hafi dreymt um þetta sem krakki, að komast á stórmót með landsliðinu - hvenær sem það myndi gerast.“

„Í raun er erfitt að lýsa því hve stoltur maður er að vera kominn á þennan stað - að spila við bestu þjóðir í heiminum. Ég er stoltur af því sem við höfum áorkað sem lið.“

Gylfi Þór Sigurðsson tók í svipaðan streng og sagði að allir leikmenn væru virkilega stoltir af því að spila fyrir Íslands hönd.

Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×