Úr 2. deildinni í byrjunarlið Frakklands á EM á tveimur árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 18:05 N'Golo Kante byrjar gegn Rúmeníu. vísir/getty Byrjunarliðin eru klár fyrir opnunarleik EM í fótbolta 2016 þar sem gestgjafar Frakka taka á móti Rúmenum á Stade de France í St. Denis. Franska liðið er afskaplega vel mannað sem sýnir sig kannski best í því að það er með Anthony Martial, strákinn sem sló í gegn með Manchester United í vetur, á varamannabekknum. Dmitri Payet, leikmaður West Ham, er í byrjunarliðinu en hann leikur á vinstri kantinum, hinn magnaði Antoine Griezmann á þeim hægri og fremstur er Oliver Giroud. Miðja franska liðsins er virkilega öflug og hlaupagetan nánast endalaus. Þar byrja í kvöld Paul Pogba, Blaise Matuidi og N'Golo Kante, nýkrýndur Englandsmeistari með Leicester. Uppgangur Kante hefur verið ótrúlegur síðustu tvö árin en í maí 2014 komst hann upp úr 2. deildinni í Frakklandi með Caen. Tveimur árum síðan varð hann Englandsmeistari með Leicester. Kante, sem er 25 ára gamall, var í fyrsta sinn kallaður inn í franska landsliðshópinn í mars á þessu ári og spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Hollandi 25. mars. Kante spilar í kvöld sinn fimmta landsleik frá því hann var fyrst valinn í mars og er í byrjunarliði gestgjafa Frakka sem eru líklegir til afreka á mótinu. Hreint ótrúleg tveggja ára saga hjá mögnuðum leikmanni.Byrjunarlið Frakklands: Hugo Lloris; Bacary Sagna, Adil Rami, Laurent Koscielny, Patrice Evra; N'Golo Kante, Blaise Matuidi, Paul Pogba; Antoine Griezmann, Dmitri Payet, Oliver Giroud. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði. 10. júní 2016 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Byrjunarliðin eru klár fyrir opnunarleik EM í fótbolta 2016 þar sem gestgjafar Frakka taka á móti Rúmenum á Stade de France í St. Denis. Franska liðið er afskaplega vel mannað sem sýnir sig kannski best í því að það er með Anthony Martial, strákinn sem sló í gegn með Manchester United í vetur, á varamannabekknum. Dmitri Payet, leikmaður West Ham, er í byrjunarliðinu en hann leikur á vinstri kantinum, hinn magnaði Antoine Griezmann á þeim hægri og fremstur er Oliver Giroud. Miðja franska liðsins er virkilega öflug og hlaupagetan nánast endalaus. Þar byrja í kvöld Paul Pogba, Blaise Matuidi og N'Golo Kante, nýkrýndur Englandsmeistari með Leicester. Uppgangur Kante hefur verið ótrúlegur síðustu tvö árin en í maí 2014 komst hann upp úr 2. deildinni í Frakklandi með Caen. Tveimur árum síðan varð hann Englandsmeistari með Leicester. Kante, sem er 25 ára gamall, var í fyrsta sinn kallaður inn í franska landsliðshópinn í mars á þessu ári og spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Hollandi 25. mars. Kante spilar í kvöld sinn fimmta landsleik frá því hann var fyrst valinn í mars og er í byrjunarliði gestgjafa Frakka sem eru líklegir til afreka á mótinu. Hreint ótrúleg tveggja ára saga hjá mögnuðum leikmanni.Byrjunarlið Frakklands: Hugo Lloris; Bacary Sagna, Adil Rami, Laurent Koscielny, Patrice Evra; N'Golo Kante, Blaise Matuidi, Paul Pogba; Antoine Griezmann, Dmitri Payet, Oliver Giroud.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði. 10. júní 2016 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði. 10. júní 2016 06:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti