Fótbolti

Íslenska treyjan næstflottust

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason í Errea-treyjunni sem strákarnir okkar verða í á EM.
Alfreð Finnbogason í Errea-treyjunni sem strákarnir okkar verða í á EM. vísir/eyþór
Íslenska landsliðstreyjan sem strákarnir okkar spila í á Evrópumótinu í fótbolta er sú fjórtánda flottasta á mótinu samkvæmt lesendum Sky Sports en kosning var sett inn á heimasíðu breska íþróttafréttarisans í dag. Hún er næstflottust af liðunum fjórum í F-riðli Evrópumótsins.

Errea-treyjan, sem tryggir KSÍ tugi milljóna í tekjur, var frekar umdeild þegar hún var kynnt á Íslandi í byrjun mars. Þjóðin missti sig á Twitter og tískurisinn Guðmundur Jörundsson sagði treyjuna svo ljóta að hún væri mannréttindabrot.

Sala á treyjunni hefur engu að síður gengið vel og má segja að fólk sé að taka hana meira og meira í sátt. Strákarnir nota bláu heimatreyjuna væntanlega gegn Ungverjalandi í öðrum leik liðsins 18. júní. Aftur á móti má áætla að þeir verði í hvítu útivallartreyjunni gegn Portúgal í fyrsta leiknum 14. júní.

Íslenska treyjan er, þegar þetta er skrifað, í fjórtánda sæti í heildarkosningunni með 31 þúsund jákvæð viðbrögð en 61 þúsund neikvæð viðbrögð. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því aðeins fjórar treyjur á mótinu fá fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð.

Franski búningurinni ber af í kosningunni en hann fær 91 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 22 þúsund neikvæðum. Króatía og Tyrkland koma næst á eftir Frökkunum.

Portúgal er með langflottasta búninginn í F-riðli en hann er sá fjórði og síðasti sem fær fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð (58 þúsund á móti 45 þúsundum).

Ísland er með næst flottasta búninginn í F-riðli en Austurríkismenn eru í fimmtánda sæti, einu sæti á eftir Íslandi, með 26 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 62 þúsund neikvæðum. Ungverjar eru í 19. sæti af 24 en treyjan þeirra fær 20 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 63 þúsund neikvæðum.

Hér má sjá allan listann og hjálpa strákunum okkar eða treyjunni okkar að komast ofar.


Tengdar fréttir

Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM

Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×