Náttúrulegur forseti? Davíð Stefánsson skrifar 27. júní 2016 08:45 Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar