Íslenski boltinn

Gary Martin: Ég er kominn aftur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gary var frábær í kvöld
Gary var frábær í kvöld vísir/stefán
Gary Martin, framherji Víkings R. gerði varnarmönnum Víkings. Ó lífið leitt í kvöld í 2-0 sigri þar sem Gary skoraði bæði mörkin. Hann spilaði feykivel og því lá beint við að spyrja hvort hinn gamli Gary Martin, sem spilaði svo vel með ÍA og KR sé mættur aftur.

„Já, hann er kominn aftur,“ svaraði Gary. „Milos sagði að hann vildi fá gamla Gary aftur og ég fann fyrir pressu á sjálfum mér.“

Gary var út um allan völl og dró varnarmenn gestanna sundur og saman sem auðveldaði allan sóknarleik heimamanna til muna. Gary segir að Milos hafi gefið sér frelsi til þess að hlaupa út um allan völl.

„Ég kom hingað sem framherji og Milos sagðist vilja fá að sjá hlaupin mín. Hann sagði að ég ætti að hlaupa þangað sem ég vildi hlaupa. Ég fékk frelsi eins og þegar ég var að spila með Rúnari hjá KR,“ segir Gary sem var þó svekktur með að ná ekki þrennunni.

„Að sjálfsögðu vildi ég þrennunna en ég sagði í hálfleik að mér væri alveg sama um hana, það eina sem ég vildi voru þrjú stig,“ sagði Gary. Hann er viss um að mörkin muni nú flæða enda sé nú það tímabil sumars þar sem hann fer að finna sinn leik á ný.

„Mörkin munu koma hjá mér og ég byrja alltaf að spila vel um mitt tímabil þegar vellirnir eru orðnir betri. Það sést á hverju tímabili ef menn skoða minn árangur. Ég er knattspyrnumaður en ekki bardagamaður.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×