Spotify efast um lögmæti nýjasta útspils Apple Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2016 20:34 Daniel Ek er forstjóri Spotify. vísir/afp Spotify og Apple eru komin í hár saman eftir að síðarnefnda fyrirtækið neitaði að afgreiða uppfærslu smáforrit fyrrnefnda fyrirtækisins í app-store. Fyrirtækin tvö hafa deilt um nokkurt skeið eftir að Apple setti sína eigin tónlistarveitu, Apple Music, í loftið. Í kjölfar þess hvatti Spotify þá notendur sína sem kaupa áskrift til að kaupa hana ekki í gegnum smáforritið heldur heimasíðu eða forritið í tölvu. Með því móti mætti komast hjá því að Apple tæki til sín prósentu af greiðslunni. Að undanförnu hefur Apple krafist þess af Spotify að fyrirtækið breyti þessari afstöðu sinni. Öðrum kosti muni forrit Spotify ekki vera uppfært í tækjum frá Apple. „Þetta nýjasta útspil vekur upp margar spurningar og ein þeirra er hvort þetta standist bandarísk og evrópsk samkeppnislög,“ ritar lögmaður Spotify í bréfi til kollega síns hjá Apple. „Við getum ekki látið það yfir okkur ganga að Apple noti app-store sem vopn í samkeppni við aðra.“ Í samtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork sagði Jonathan Prince, upplýsingafulltrúi Spotify, að það væri eitthvað rangt við það að Apple græddi meira á Spotify áskriftum heldur en Apple Music. Þá væri sérstakt áhyggjuefni að ekki eitt einasta sent af því myndi skila sér til tónlistariðnaðarins. Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Spotify og Apple eru komin í hár saman eftir að síðarnefnda fyrirtækið neitaði að afgreiða uppfærslu smáforrit fyrrnefnda fyrirtækisins í app-store. Fyrirtækin tvö hafa deilt um nokkurt skeið eftir að Apple setti sína eigin tónlistarveitu, Apple Music, í loftið. Í kjölfar þess hvatti Spotify þá notendur sína sem kaupa áskrift til að kaupa hana ekki í gegnum smáforritið heldur heimasíðu eða forritið í tölvu. Með því móti mætti komast hjá því að Apple tæki til sín prósentu af greiðslunni. Að undanförnu hefur Apple krafist þess af Spotify að fyrirtækið breyti þessari afstöðu sinni. Öðrum kosti muni forrit Spotify ekki vera uppfært í tækjum frá Apple. „Þetta nýjasta útspil vekur upp margar spurningar og ein þeirra er hvort þetta standist bandarísk og evrópsk samkeppnislög,“ ritar lögmaður Spotify í bréfi til kollega síns hjá Apple. „Við getum ekki látið það yfir okkur ganga að Apple noti app-store sem vopn í samkeppni við aðra.“ Í samtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork sagði Jonathan Prince, upplýsingafulltrúi Spotify, að það væri eitthvað rangt við það að Apple græddi meira á Spotify áskriftum heldur en Apple Music. Þá væri sérstakt áhyggjuefni að ekki eitt einasta sent af því myndi skila sér til tónlistariðnaðarins.
Tækni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira