Gengur illa að fjölga notendum Netflix Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 09:44 Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára. Netflix Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára.
Netflix Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira