Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2016 12:30 Lovísa og Sara hafa rekið Kaffi Norðurfjörð í tæp tvö sumur. vísir/stefán Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar og einu starfsmenn staðarins eru vinkonurnar Sara Jónsdóttir og Lovísa V. Bryngeirsdóttir. „Kokkur sem ég kannast við fékk boð um að taka við kaffihúsinu. Hann hafði ekki tök á því og benti mér á þetta. Ég sveif á Söru, reyndi að draga hana í þetta og það varð úr,“ segir Lovísa í samtali við Vísi. Á kaffihúsinu er boðið upp á mat og drykk af ýmsum toga og miðað við hve afskekkt kaffihúsið er kemur verðlagningin nokkuð á óvart. „Markmiðið var að bjóða upp á matseðil þannig að allir gætu fengið sér eitthvað. Ef þú skoðar hann þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og engum blæðir. Þú átt að geta tekið fjölskylduna með, mætt og splæst,“ segir Lovísa. „Margir sem hingað koma eiga ekki von á neinu og við höfum komið nokkrum gestum á óvart. Allt hráefnið okkar er fyrsta flokks. Við gerum allt sjálfar og allt er unnið frá grunni. Við bökum allt brauð og kökur sjálfar, gerum hummusið sjálfar, mótum hamborgarana,“ segir Sara. Hún bætir því við að þær njóti aðstoðar maka sinna öðru hvoru yfir sumarið en að öðru leyti séu þær einu starfsmennirnir. Sara og Lovísa reyna að nýta morgnanna meðal annars til að fara í sund í Krossneslaug.vísir/stefánVilja geta séð um staðinn tvær Lovísa og Sara kunna vel við staðsetninguna á Norðurfirði og segja að þær myndu ekki vilja vera staðsettar á stað þar sem ferðamannastraumurinn sé meiri. „Við höfum lent í dögum þar sem það er klikkað að gera og stöðugt rennsli gesta. Það er í lagi öðru hvoru en má ekki verða venjan. Við viljum geta gert þetta tvær frá grunni og við viljum geta sest niður öðru hvoru og veitt persónulega þjónustu. Við viljum ekki vera með haug af starfsfólki og þurfa að fara auðveldu leiðina,“ segir Lovísa. Kaffihúsið er opið alla daga sumarsins frá tólf á hádegi til níu að kvöldi. Að auki er hægt, ef pantað er með fyrirvara, að fá þar morgunmat. Að auki kemur fyrir að þær hafi opið lengur ef bátar komi á staðinn með sársvanga ferðalanga. Það sé ávallt spilað aðeins eftir eyranu. Líkt og áður segir opnar yfirleitt á hádegi en Sara og Lovísa reyna að nýta morgnanna til að slaka á, stunda jóga og fara sund í Krossneslaug. Það sé fullreynt að taka frídaga. „Við prófuðum það einu sinni síðasta sumar og það verður ekki reynt aftur,“ segir Sara og hlær. „Þá lokuðum við frá eitt til sex og kíktum í dagsferð um svæðið með kaupfélagsstjóranum. Í fimm tíma var því allt plássið lokað og þá mætti auðvitað heil rúta og allt fór á hvolf.“Drangaskörð í Drangavík.vísir/stefánSamgöngur bjóða ekki upp á heilsársopnun „Við opnuðum í ár 21. maí á litlum matseðli en formleg opnun var 1. júní. Í fyrra lokuðum við 28. ágúst en nú erum við að gæla við það að vera með opið aðeins fram í september,“ segir Lovísa. Það hefur aldrei hvarflað að þeim að reyna að bjóða upp á heilsársopnun. „Það er einfaldlega ómögulegt vegna þess hvernig samgöngum er háttað. Frá hringtorgafrumskóginum í Mosfellsbæ og að Kaffi Norðurfirði er 320 kílómetra akstur. Þegar á Hólmavík er komið eru 104 kílómetrar eftir en stærstur hluti þess kafla, eða um 84 kílómetrar, er ómalbikaður. Sem stendur er unnið að því að nýjum vegi yfir Bassastaðaháls, frá Selströnd yfir í Bjarnarfjörð, en þaðan eru aðeins nokkrir bútar, alls um þrír kílómetrar að lengd, malbikaðir. „Það var í raun þvílík lukka að þó þessir stuttu bútar voru malbikaðir,“ segir Sara. Í fyrra var flugvöllurinn á Gjögri malbikaður og í kjölfarið smá klæðningu skellt fyrir framan Djúpuvík, í hluta Trékyllisvíkur og á planið á Norðurfirði. Á veturna sjá heimamenn um að fært sé að flugvellinum enda hann helsta, og í raun eina, leiðin til að koma varningi til þeirra. Frá janúar fram í mars er vegurinn í Norðurfjörð ófær flesta daga. Munar þar mestu um Kjörvogshlíðina en þar er ekki mokað. „Það væri hægt að vera með opið hér á veturna nema það sé snjólétt og það er auðvitað engin leið að stóla á slíkt.“Mun meira líf er á staðnum yfir sumartímann. Munar þar mestu um sjómenn sem stunda strandveiði og ferðamenn.vísir/stefánKaupfélag og banki á staðnum Kaffihúsið er staðsett í húsi sem áður hýsti verbúð staðarins. Á neðri hæð hússins eru ísvélar, tæki og tól fyrir strandveiðibáta sem gera út frá Norðurfirði. Á staðnum er að auki að finna verslun Kaupfélags Norðurfjarðar og útibú Sparisjóðs Strandamanna. Þar er á ferðinni gamli Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshreppa, sem stofnaður var árið 1891, en Sparisjóður Árneshrepps sameinaðist honum árið 1999. „Bankastjórinn býr hérna á móti. Síðan höfum við kaupfélagið svo það er allt til alls hérna,“ segir Sara. Áður en þær hófu rekstur saman hafði Lovísa aldrei komið á staðinn en Sara heimsótt hann nokkrum sinnum. Skammt undan er Trékyllisvík að finna en þar í sveit hófu menn að brenna menn á báli fyrir galdra á miðri 17. öld. Þrír menn voru fundir sekir um galdra en þeir höfðu meðal annars „séð djöfulinn í tófulíki“ og sært hann til Trékyllisvíkur auk þess að hafa fellt sauði með göldrum. Ekki er laust við að enn verði menn varir við fjölkynngi í andrúmslofti sveitarinnar þó hún sé af öðrum toga nú. Íbúum fækkar jafnt og þétt „Þetta er algjörlega kynngimagnaður staður. Veðrið er náttúrulega göldrótt og fólkið hérna er frábært,“ segir Lovísa. Íbúum fer hins vegar fækkandi. Í raun hefur þeim fækkað frá því að síðara stríð skall á en þá voru 515 skráðir með heimili í Árneshreppi. Þeim fækkaði jafnt og þétt alla 20. öldina og nú er svo komið að hreppurinn er í harðri samkeppni við Skorradalshrepp og Helgafellssveit um titilinn fámennasta sveitarfélagið. Sjá einnig:Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Sem stendur hefur Skorradalshreppur vinninginn með 53 íbúa en hinir fylgja fast á hæla hans með 55 íbúa hvor. Frá aldamótum hefur íbúum Árneshrepps fækkað um tólf en þeir voru tæplega níutíu árið 1995. Sem stendur eru tvær jarðir í hreppnum á sölu og verið er að auglýsa eftir nýjum kaupfélagsstjóra og skólastjóra í Finnbogastaðaskóla. „Það er mikil samheldni í fólki hérna enda nauðsynlegt ef byggð á að þrífast hér áfram,“ segir Sara. „Ef eitthvað fýkur eða eitthvað kemur upp á þá rjúka menn til og aðstoða hvorn annan.“Bjartmar Guðlaugsson sést hér milli Lovísu (fyrst frá hægri) og Söru að loknum tónleikum hans á staðnum. Lengst til vinstri stendur umboðsmaður Bjartmars, Kári.vísir/stefán„Stórmerkilegur viðburður í menningarsögu Norðurfjarðar“ Eins og gefur að skilja eru tónleikar eða menningarviðburðir ekki daglegt brauð í byggðarkjarnanum. Nú um miðjan júlí voru haldnir tónleikar á kaffihúsinu þar sem Bjartmar Guðlaugsson lék lög sín. „Þeir tónleikar voru nánast skilgreiningin á „gæsahúðarmómenti“. Hér var fólk samankomið frá níu ára aldri og upp í 84 ára. Allir skemmtu sér svo vel og enginn var með vesen eða fyllerí,“ segir Lovísa og bætir við að tónleikarnir hafi hafist klukkan 21, lokið tveimur tímum síðar og á miðnætti hafi þær verið búnar að þrífa og stóla veitingasalinn upp á nýtt. Salurinn hafði verið rýmdur til að koma tónleikagestum fyrir en fjöldi þeirra var rúmlega tvöfaldur íbúafjöldi Árneshrepps.Sjá einnig:Brá ekki búi þó húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn „Það þekktu allir lögin hans og sungu með,“ segir Sara. Hún bætir því hlæjandi við að þegar fréttist af því að Bjartmar væri á leiðinni hefði fólk hringt með nokkrum fyrirvara til að panta borð. „Einhver hafði á orði að þetta hefði verið stórmerkilegur viðburður í menningarsögu Norðurfjarðar. Annað eins hefði ekki sést frá því að hingað mættu óperusöngvarar fyrir um fjörutíu árum,“ segir Lovísa. Skemmtidagskráin er ekki tæmd þetta árið því um verslunarmannahelgina fara fram tónleikar með Karli Hallgrímssyni, úr Blek og byttum, á kaffihúsinu. Um sömu helgi fer einnig fram mýrarboltamót og ball á staðnum. „Hér myndast einstök stemning um verslunarmannahelgi. Þá sækir hingað fólk sem á rætur að rekja hingað og á hverjum er bæ er í raun smátt ættarmót. Sömu sögu er að segja um sauðburð og smalamennskur, þá mæta allir hingað.“Úr Norðurfirði. Kvöldþokan getur verið nokkuð einkennandi fyrir fjörðinn.vísir/stefánÞjófarnir frá Sviss létu þær líta illa út Þær Sara og Lovísa hafa nú rekið kaffihúsið í tæp tvö sumur. Á þeim tíma hefur margt eftirminnilegt drifið á daga þeirra. „Í fyrsta lagi, þetta svissneska par sem stal hlutum hægri vinstri síðasta sumar,“ segir Sara. Þar á hún við einstaklinga sem höfðust við á tjaldsvæði í firðinum og stálu meðal annars vörum úr kaupfélagi staðarins. Parið var að lokum dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Þetta leit nokkuð illa út fyrir okkur enda höfðum við bara verið hér í rétt rúma viku þegar hlutir hurfu skyndilega úr hillum verslunarinnar,“ segir Sara og hlær. „Þetta var hið mesta basl. Íbúar hreppsins tóku upp á því að læsa húsum og farartækjum og læstu sig ýmist inni eða úti enda óvant því að þurfa að hafa læst.“Sjá einnig:Svissneska parið hélt Árneshreppi í gíslingu Lovísa rifjar að auki upp lokadag síðasta sumars. Hún yfirgaf Norðurfjörð þann 28. ágúst síðastliðinn en þá hafði rignt gífurlega dagana á undan og Kjörvogshlíðin var á floti. „Við vorum einar hérna með öll lyklavöld auk þýskra túrista. Þeir héldu að þeir kæmust aldrei í burtu, horfðu á fjallshlíðina á móti breytast í stórfljót og spurðu hvort við ættum ekki nægar vistir fyrir veturinn.“ Að endingu hafi vinnuvélar mætt á staðinn og þær fengið símtal um að þau gætu keyrt á eftir vélunum frá staðnum. „Þá voru Þjóðverjarnir, sem voru á vel útbúnum jeppa, hæstánægðir að hafa okkur á okkar saumavél til að elta,“ segir Lovísa og skellir upp úr. Kaffihúsið er staðsett í húsi sem áður hýsti verbúð staðarins.vísir/stefánEngir „færibandatúristar“ á ferli Það sem af er sumri hefur verið meira að gera á kaffihúsinu heldur en í fyrra. Þá hafi veðrið verið erfiðara og meira um afbókanir. „Hingað um firðina sigla Strandaferðir en það er nánast hægt að heyra í þeim og fá skult „hvert á fjörð sem er“. Það hefur verið meira að gera hjá þeim í sumar þar sem færri hafa hætt við. Það hefur einnig þýtt að það er meira hjá okkur.“ „Það er eitthvað við að vera hérna. Hingað kemur bara fólk sem virkilega vill koma hingað, drekka í sig umvherfið og njóta,“ segir Lovísa. „Hingað koma engir „færibandatúristar“ eða fýlupúkar. Og ef menn mæta hingað í fýlu þá hættir hún þegar þeir eru hingað komnir.“ Leigusamningur Lovísu og Söru vegna kaffihússins var til þriggja ára og þær verða því búnar með tvö ár af þremur í haust. „Við ákváðum að taka hvert sumar fyrir sig en eins og er þá langar okkur mjög að koma aftur,“ segja þær að lokum.Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á ferðamannastöðum, fjölförnum sem fáförnum, víða um land. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegasiglingar á ný frá Norðurfirði Áætlunarsiglingar úr Árneshreppi með ferðamenn norður á Strandir og Hornstrandir hefjast á ný í sumar eftir þriggja ára hlé. 17. mars 2015 11:31 Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Átta árum eftir að byggt var nýtt íbúðarhús á Finnbogastöðum þegar gamli bærinn brann til grunna gefst eigandinn upp og selur jörðina. 23. júlí 2016 07:00 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar og einu starfsmenn staðarins eru vinkonurnar Sara Jónsdóttir og Lovísa V. Bryngeirsdóttir. „Kokkur sem ég kannast við fékk boð um að taka við kaffihúsinu. Hann hafði ekki tök á því og benti mér á þetta. Ég sveif á Söru, reyndi að draga hana í þetta og það varð úr,“ segir Lovísa í samtali við Vísi. Á kaffihúsinu er boðið upp á mat og drykk af ýmsum toga og miðað við hve afskekkt kaffihúsið er kemur verðlagningin nokkuð á óvart. „Markmiðið var að bjóða upp á matseðil þannig að allir gætu fengið sér eitthvað. Ef þú skoðar hann þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og engum blæðir. Þú átt að geta tekið fjölskylduna með, mætt og splæst,“ segir Lovísa. „Margir sem hingað koma eiga ekki von á neinu og við höfum komið nokkrum gestum á óvart. Allt hráefnið okkar er fyrsta flokks. Við gerum allt sjálfar og allt er unnið frá grunni. Við bökum allt brauð og kökur sjálfar, gerum hummusið sjálfar, mótum hamborgarana,“ segir Sara. Hún bætir því við að þær njóti aðstoðar maka sinna öðru hvoru yfir sumarið en að öðru leyti séu þær einu starfsmennirnir. Sara og Lovísa reyna að nýta morgnanna meðal annars til að fara í sund í Krossneslaug.vísir/stefánVilja geta séð um staðinn tvær Lovísa og Sara kunna vel við staðsetninguna á Norðurfirði og segja að þær myndu ekki vilja vera staðsettar á stað þar sem ferðamannastraumurinn sé meiri. „Við höfum lent í dögum þar sem það er klikkað að gera og stöðugt rennsli gesta. Það er í lagi öðru hvoru en má ekki verða venjan. Við viljum geta gert þetta tvær frá grunni og við viljum geta sest niður öðru hvoru og veitt persónulega þjónustu. Við viljum ekki vera með haug af starfsfólki og þurfa að fara auðveldu leiðina,“ segir Lovísa. Kaffihúsið er opið alla daga sumarsins frá tólf á hádegi til níu að kvöldi. Að auki er hægt, ef pantað er með fyrirvara, að fá þar morgunmat. Að auki kemur fyrir að þær hafi opið lengur ef bátar komi á staðinn með sársvanga ferðalanga. Það sé ávallt spilað aðeins eftir eyranu. Líkt og áður segir opnar yfirleitt á hádegi en Sara og Lovísa reyna að nýta morgnanna til að slaka á, stunda jóga og fara sund í Krossneslaug. Það sé fullreynt að taka frídaga. „Við prófuðum það einu sinni síðasta sumar og það verður ekki reynt aftur,“ segir Sara og hlær. „Þá lokuðum við frá eitt til sex og kíktum í dagsferð um svæðið með kaupfélagsstjóranum. Í fimm tíma var því allt plássið lokað og þá mætti auðvitað heil rúta og allt fór á hvolf.“Drangaskörð í Drangavík.vísir/stefánSamgöngur bjóða ekki upp á heilsársopnun „Við opnuðum í ár 21. maí á litlum matseðli en formleg opnun var 1. júní. Í fyrra lokuðum við 28. ágúst en nú erum við að gæla við það að vera með opið aðeins fram í september,“ segir Lovísa. Það hefur aldrei hvarflað að þeim að reyna að bjóða upp á heilsársopnun. „Það er einfaldlega ómögulegt vegna þess hvernig samgöngum er háttað. Frá hringtorgafrumskóginum í Mosfellsbæ og að Kaffi Norðurfirði er 320 kílómetra akstur. Þegar á Hólmavík er komið eru 104 kílómetrar eftir en stærstur hluti þess kafla, eða um 84 kílómetrar, er ómalbikaður. Sem stendur er unnið að því að nýjum vegi yfir Bassastaðaháls, frá Selströnd yfir í Bjarnarfjörð, en þaðan eru aðeins nokkrir bútar, alls um þrír kílómetrar að lengd, malbikaðir. „Það var í raun þvílík lukka að þó þessir stuttu bútar voru malbikaðir,“ segir Sara. Í fyrra var flugvöllurinn á Gjögri malbikaður og í kjölfarið smá klæðningu skellt fyrir framan Djúpuvík, í hluta Trékyllisvíkur og á planið á Norðurfirði. Á veturna sjá heimamenn um að fært sé að flugvellinum enda hann helsta, og í raun eina, leiðin til að koma varningi til þeirra. Frá janúar fram í mars er vegurinn í Norðurfjörð ófær flesta daga. Munar þar mestu um Kjörvogshlíðina en þar er ekki mokað. „Það væri hægt að vera með opið hér á veturna nema það sé snjólétt og það er auðvitað engin leið að stóla á slíkt.“Mun meira líf er á staðnum yfir sumartímann. Munar þar mestu um sjómenn sem stunda strandveiði og ferðamenn.vísir/stefánKaupfélag og banki á staðnum Kaffihúsið er staðsett í húsi sem áður hýsti verbúð staðarins. Á neðri hæð hússins eru ísvélar, tæki og tól fyrir strandveiðibáta sem gera út frá Norðurfirði. Á staðnum er að auki að finna verslun Kaupfélags Norðurfjarðar og útibú Sparisjóðs Strandamanna. Þar er á ferðinni gamli Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshreppa, sem stofnaður var árið 1891, en Sparisjóður Árneshrepps sameinaðist honum árið 1999. „Bankastjórinn býr hérna á móti. Síðan höfum við kaupfélagið svo það er allt til alls hérna,“ segir Sara. Áður en þær hófu rekstur saman hafði Lovísa aldrei komið á staðinn en Sara heimsótt hann nokkrum sinnum. Skammt undan er Trékyllisvík að finna en þar í sveit hófu menn að brenna menn á báli fyrir galdra á miðri 17. öld. Þrír menn voru fundir sekir um galdra en þeir höfðu meðal annars „séð djöfulinn í tófulíki“ og sært hann til Trékyllisvíkur auk þess að hafa fellt sauði með göldrum. Ekki er laust við að enn verði menn varir við fjölkynngi í andrúmslofti sveitarinnar þó hún sé af öðrum toga nú. Íbúum fækkar jafnt og þétt „Þetta er algjörlega kynngimagnaður staður. Veðrið er náttúrulega göldrótt og fólkið hérna er frábært,“ segir Lovísa. Íbúum fer hins vegar fækkandi. Í raun hefur þeim fækkað frá því að síðara stríð skall á en þá voru 515 skráðir með heimili í Árneshreppi. Þeim fækkaði jafnt og þétt alla 20. öldina og nú er svo komið að hreppurinn er í harðri samkeppni við Skorradalshrepp og Helgafellssveit um titilinn fámennasta sveitarfélagið. Sjá einnig:Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Sem stendur hefur Skorradalshreppur vinninginn með 53 íbúa en hinir fylgja fast á hæla hans með 55 íbúa hvor. Frá aldamótum hefur íbúum Árneshrepps fækkað um tólf en þeir voru tæplega níutíu árið 1995. Sem stendur eru tvær jarðir í hreppnum á sölu og verið er að auglýsa eftir nýjum kaupfélagsstjóra og skólastjóra í Finnbogastaðaskóla. „Það er mikil samheldni í fólki hérna enda nauðsynlegt ef byggð á að þrífast hér áfram,“ segir Sara. „Ef eitthvað fýkur eða eitthvað kemur upp á þá rjúka menn til og aðstoða hvorn annan.“Bjartmar Guðlaugsson sést hér milli Lovísu (fyrst frá hægri) og Söru að loknum tónleikum hans á staðnum. Lengst til vinstri stendur umboðsmaður Bjartmars, Kári.vísir/stefán„Stórmerkilegur viðburður í menningarsögu Norðurfjarðar“ Eins og gefur að skilja eru tónleikar eða menningarviðburðir ekki daglegt brauð í byggðarkjarnanum. Nú um miðjan júlí voru haldnir tónleikar á kaffihúsinu þar sem Bjartmar Guðlaugsson lék lög sín. „Þeir tónleikar voru nánast skilgreiningin á „gæsahúðarmómenti“. Hér var fólk samankomið frá níu ára aldri og upp í 84 ára. Allir skemmtu sér svo vel og enginn var með vesen eða fyllerí,“ segir Lovísa og bætir við að tónleikarnir hafi hafist klukkan 21, lokið tveimur tímum síðar og á miðnætti hafi þær verið búnar að þrífa og stóla veitingasalinn upp á nýtt. Salurinn hafði verið rýmdur til að koma tónleikagestum fyrir en fjöldi þeirra var rúmlega tvöfaldur íbúafjöldi Árneshrepps.Sjá einnig:Brá ekki búi þó húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn „Það þekktu allir lögin hans og sungu með,“ segir Sara. Hún bætir því hlæjandi við að þegar fréttist af því að Bjartmar væri á leiðinni hefði fólk hringt með nokkrum fyrirvara til að panta borð. „Einhver hafði á orði að þetta hefði verið stórmerkilegur viðburður í menningarsögu Norðurfjarðar. Annað eins hefði ekki sést frá því að hingað mættu óperusöngvarar fyrir um fjörutíu árum,“ segir Lovísa. Skemmtidagskráin er ekki tæmd þetta árið því um verslunarmannahelgina fara fram tónleikar með Karli Hallgrímssyni, úr Blek og byttum, á kaffihúsinu. Um sömu helgi fer einnig fram mýrarboltamót og ball á staðnum. „Hér myndast einstök stemning um verslunarmannahelgi. Þá sækir hingað fólk sem á rætur að rekja hingað og á hverjum er bæ er í raun smátt ættarmót. Sömu sögu er að segja um sauðburð og smalamennskur, þá mæta allir hingað.“Úr Norðurfirði. Kvöldþokan getur verið nokkuð einkennandi fyrir fjörðinn.vísir/stefánÞjófarnir frá Sviss létu þær líta illa út Þær Sara og Lovísa hafa nú rekið kaffihúsið í tæp tvö sumur. Á þeim tíma hefur margt eftirminnilegt drifið á daga þeirra. „Í fyrsta lagi, þetta svissneska par sem stal hlutum hægri vinstri síðasta sumar,“ segir Sara. Þar á hún við einstaklinga sem höfðust við á tjaldsvæði í firðinum og stálu meðal annars vörum úr kaupfélagi staðarins. Parið var að lokum dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Þetta leit nokkuð illa út fyrir okkur enda höfðum við bara verið hér í rétt rúma viku þegar hlutir hurfu skyndilega úr hillum verslunarinnar,“ segir Sara og hlær. „Þetta var hið mesta basl. Íbúar hreppsins tóku upp á því að læsa húsum og farartækjum og læstu sig ýmist inni eða úti enda óvant því að þurfa að hafa læst.“Sjá einnig:Svissneska parið hélt Árneshreppi í gíslingu Lovísa rifjar að auki upp lokadag síðasta sumars. Hún yfirgaf Norðurfjörð þann 28. ágúst síðastliðinn en þá hafði rignt gífurlega dagana á undan og Kjörvogshlíðin var á floti. „Við vorum einar hérna með öll lyklavöld auk þýskra túrista. Þeir héldu að þeir kæmust aldrei í burtu, horfðu á fjallshlíðina á móti breytast í stórfljót og spurðu hvort við ættum ekki nægar vistir fyrir veturinn.“ Að endingu hafi vinnuvélar mætt á staðinn og þær fengið símtal um að þau gætu keyrt á eftir vélunum frá staðnum. „Þá voru Þjóðverjarnir, sem voru á vel útbúnum jeppa, hæstánægðir að hafa okkur á okkar saumavél til að elta,“ segir Lovísa og skellir upp úr. Kaffihúsið er staðsett í húsi sem áður hýsti verbúð staðarins.vísir/stefánEngir „færibandatúristar“ á ferli Það sem af er sumri hefur verið meira að gera á kaffihúsinu heldur en í fyrra. Þá hafi veðrið verið erfiðara og meira um afbókanir. „Hingað um firðina sigla Strandaferðir en það er nánast hægt að heyra í þeim og fá skult „hvert á fjörð sem er“. Það hefur verið meira að gera hjá þeim í sumar þar sem færri hafa hætt við. Það hefur einnig þýtt að það er meira hjá okkur.“ „Það er eitthvað við að vera hérna. Hingað kemur bara fólk sem virkilega vill koma hingað, drekka í sig umvherfið og njóta,“ segir Lovísa. „Hingað koma engir „færibandatúristar“ eða fýlupúkar. Og ef menn mæta hingað í fýlu þá hættir hún þegar þeir eru hingað komnir.“ Leigusamningur Lovísu og Söru vegna kaffihússins var til þriggja ára og þær verða því búnar með tvö ár af þremur í haust. „Við ákváðum að taka hvert sumar fyrir sig en eins og er þá langar okkur mjög að koma aftur,“ segja þær að lokum.Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á ferðamannastöðum, fjölförnum sem fáförnum, víða um land. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegasiglingar á ný frá Norðurfirði Áætlunarsiglingar úr Árneshreppi með ferðamenn norður á Strandir og Hornstrandir hefjast á ný í sumar eftir þriggja ára hlé. 17. mars 2015 11:31 Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30 Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Átta árum eftir að byggt var nýtt íbúðarhús á Finnbogastöðum þegar gamli bærinn brann til grunna gefst eigandinn upp og selur jörðina. 23. júlí 2016 07:00 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Farþegasiglingar á ný frá Norðurfirði Áætlunarsiglingar úr Árneshreppi með ferðamenn norður á Strandir og Hornstrandir hefjast á ný í sumar eftir þriggja ára hlé. 17. mars 2015 11:31
Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður segir sumarið hafa gengið vel og ferðamenn gefa mikið til baka. 26. júlí 2015 10:30
Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Átta árum eftir að byggt var nýtt íbúðarhús á Finnbogastöðum þegar gamli bærinn brann til grunna gefst eigandinn upp og selur jörðina. 23. júlí 2016 07:00
Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00