Aldrei aftur! Auður Lilja Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Rúm 70 ár eru liðin síðan Bandaríkin vörpuðu sprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki, 6. og 9. ágúst árið 1945.Fólk er enn að deyja Við þekkjum atburðina úr sögubókum og ógnvekjandi myndum af sprengingunum og afleiðingum þeirra. Brennandi fólk á hlaupum, kolaðir líkamar, grátandi börn. Yfir 200 þúsund létu lífið. Sumir strax, aðrir dagana og vikurnar á eftir og fólk er enn að deyja af sjúkdómum, genagöllum o.fl. sem rekja má beint til sprengjanna.Heimur án kjarnorkuvopna Þrátt fyrir þessar skelfilegu staðreyndir hefur okkur enn í dag ekki auðnast að ná samstöðu um heim án kjarnorkuvopna. Kjarnorkuógnin er enn til staðar. Níu ríki búa yfir tæplega 16 þúsund kjarnorkusprengjum sem hver um sig er miklu öflugari en þær sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki.Ísland aðili að hernaðarbandalagi Íslendingar og íslensk stjórnvöld státa sig gjarnan af því á tyllidögum að við séum herlaus og friðelskandi þjóð á meðan staðreyndin er sú að Ísland er aðili að hernaðarbandalagi sem áskilur sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna, jafnvel að fyrra bragði. Á meðan fjölmörg ríki hafa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna barist fyrir banni við kjarnorkuvopnum hafa íslensk stjórnvöld kosið að þvælast fyrir og taka ekki afstöðu.Tökum afstöðu – krefjumst breytinga Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna og lagt áherslu á kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Í kvöld, þriðjudaginn 9. ágúst, verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn. Athöfnin hefst kl. 22.30. Aðeins með því að taka afstöðu og krefjast breytinga getum við stuðlað að friðvænni heimi. Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Rúm 70 ár eru liðin síðan Bandaríkin vörpuðu sprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki, 6. og 9. ágúst árið 1945.Fólk er enn að deyja Við þekkjum atburðina úr sögubókum og ógnvekjandi myndum af sprengingunum og afleiðingum þeirra. Brennandi fólk á hlaupum, kolaðir líkamar, grátandi börn. Yfir 200 þúsund létu lífið. Sumir strax, aðrir dagana og vikurnar á eftir og fólk er enn að deyja af sjúkdómum, genagöllum o.fl. sem rekja má beint til sprengjanna.Heimur án kjarnorkuvopna Þrátt fyrir þessar skelfilegu staðreyndir hefur okkur enn í dag ekki auðnast að ná samstöðu um heim án kjarnorkuvopna. Kjarnorkuógnin er enn til staðar. Níu ríki búa yfir tæplega 16 þúsund kjarnorkusprengjum sem hver um sig er miklu öflugari en þær sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki.Ísland aðili að hernaðarbandalagi Íslendingar og íslensk stjórnvöld státa sig gjarnan af því á tyllidögum að við séum herlaus og friðelskandi þjóð á meðan staðreyndin er sú að Ísland er aðili að hernaðarbandalagi sem áskilur sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna, jafnvel að fyrra bragði. Á meðan fjölmörg ríki hafa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna barist fyrir banni við kjarnorkuvopnum hafa íslensk stjórnvöld kosið að þvælast fyrir og taka ekki afstöðu.Tökum afstöðu – krefjumst breytinga Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna og lagt áherslu á kröfu um heim án kjarnorkuvopna. Í kvöld, þriðjudaginn 9. ágúst, verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn. Athöfnin hefst kl. 22.30. Aðeins með því að taka afstöðu og krefjast breytinga getum við stuðlað að friðvænni heimi. Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki!
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar