Handbolti

Óðinn Þór í úrvalsliði EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn Þór í leik með landsliðinu.
Óðinn Þór í leik með landsliðinu. vísir/ehf
Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið Evrópumóts skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri, en því lauk í dag.

Ísland lenti í sjöunda sæti, en það er besti árangur í sögu íslenska landsliðsins. Þeir tryggðu sér sjöunda sætið í dag með sigri á Póllandi.

Óðinn Þór var markahæstur íslensku strákana á mótinu og var valinn í úrvalsliðið. Hann var valinn besti vinstri hornamaður mótsins, en hann átti afar gott mót.

Spánverjar unnu Þjóðverja í úrslitaleiknum með einu marki, 30-29, í háspennu lífshættu úrslitaleik, en framlengja þurfti leikinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×