
Nýjar ógnir
Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis.
Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi!
Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB.
Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er.
Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum.
Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar