Körfubolti

Kostir Tryggva nýtast okkur betur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Pedersen hefur mikla trú á Tryggva Snæ Hlinasyni.
Craig Pedersen hefur mikla trú á Tryggva Snæ Hlinasyni. vísir/anton
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi verið erfitt að velja á milli Tryggva Snæs Hlinasonar og Ragnars Ágústs Nathanaelssonar í stöðu miðherja í íslenska landsliðinu.

„Þegar við hófum undirbúning okkar í sumar þá vissum við að við myndum bara velja annan. Báðir hafa bætt sig mikið í sumar og gerir Ragnar margt betur en Tryggvi og öfugt. En við þurfum meira af því sem Tryggvi gerir betur og teljum að það nýtist okkur betur, sérstaklega í sókninni.“

Hann segir að Ragnar sé betri varnarmaður en Tryggvi. „En við viljum ekki vera með stóran mann til að vera með stóran mann. Við viljum að hann skili einhverju af sér.“

Pedersen segir ljóst að baráttan um EM-sætið verði erfið en Ísland er í riðli með Belgíu, Kýpur og Sviss. Sigurvegari riðilsins fer áfram og þau fjögur lið sem bestum árangri ná í öðru sæti riðlanna í undankeppninni allri.

„Belgía er með sterkasta liðið en þar fyrir utan verður þetta opið. Öll lið eiga möguleika en vonandi spilum við nógu vel til að komast áfram. Við munum berjast fram í síðasta leik.“


Tengdar fréttir

Upplifun að mæta svona stórum og sterkum mönnum

Tryggvi Snær Hlinason, átján ára Bárðdælingur, var valinn í lokahóp Íslands fyrir undankeppni EM og fær því stórt hlutverk í baráttunni um að koma Íslandi í lokakeppni Evrópumótsins 2017. Framtíðin er óráðin hjá Tryggva Snæ sem getur valið um gerast atvinnumaður í Evrópu eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×