Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Sjáðu mörkin Árni Jóhannsson á Alvogen-vellinum skrifar 21. ágúst 2016 19:45 KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Breiðablik fékk vítaspyrn á 29. mínútu og Daniel Bamberg steig á punktinn og skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Kópavogsliðið hélt forystunni þangað til á 79. mínútu þegar Morten Beck Andersen jafnaði eftir stoðsendingu frá nafna sínum Morten Beck. Heimamenn voru nær því að tryggja sér stigin þrjú þegar Morten Andersen skaut í stöngina, en lokatölur 1-1.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Leikurinn var kaflaskiptur þannig að Blikarnir voru betri aðilinn framan af en KR-ingar komust alltaf betur og betur inn í leikinn. KR fékk ekki mörg færi í leiknum en nýtti eitt þeirra á meðan Blikarnir náðu ekki að nýta nema eitt af sínum færum en þeir fengu svo sannarlega sénsinn til að klára leikinn. Enn einu sinni er það færanýting Blikana sem er að bíta þá í afturendann í sumar og fengu t.d. Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson sitt hvort dauðafærið en náðu ekki að nýta þau. Ef allt væri eftir í bókinni í fótboltanum þá hefði betra liðið, Breiðablik, nýtt allavega tvö af færunum sínum og þannig klárað leikinn. Á meðan forskotið er ekki nema eitt mark er alltaf hætta á því að andstæðingurinn nái að pota inn einu marki og jafna metin.Hverjir stóður upp úr? Blikarnir voru betri í leiknum í kvöld og voru Árni Vilhjálmsson, Gísli Eyjólfsson og Arnþór Ari Atlason sem stóðu upp úr hjá Blikum en það verður að segjast að þrátt fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson hafi haft lítið að gera þá greip hann vel inn í það sem þurfti þegar KR gerði sig líklega með fyrirgjöfum. Hjá KR voru það helst Finnur Orri Magnússon og Morten Beck Andersen sem hægt er að taka fyrir hjá heimamönnum. Morten Beck Andersen náði náttúrulega að skora markið sem tryggði heimamönnum eitt stig og með eilítilli heppni þá hefði hann getað skorað sigurmark en boltinn small í stönginni.Hvað gekk illa?KR-ingar náðu engum tökum á miðju vallarins en Breiðblik var með öll tögl á haldi á því svæði. Úr varð að heimamenn þurftu að beita löngum boltum sem Blikar réðu vel við og því voru sóknir þeirra ekki margar. Stefán Logi Magnússon lenti þá í vandræðum oft í leiknum en útspörk hans voru til vandræða. Í eitt skiptið klikkaði svo útkast hjá honum sem hefði getað kostað heimamenn og að auki átti hann skógarhlaup sem Glenn náði ekki að gera sér mat úr fyrir Blika. Blikar lentu aftur í því að nýta ekki færin sín, eins og svo oft í sumar, og er það helsta ástæðan fyrir því að þeir fá ekki nema eitt stig í kvöld. Þó má geta þess að á köflum kom það fyrir að miðverðir Blika lentu oft í vandræðum með að koma boltanum frá sér úr vörninni og með eilítilli heppni hefðu KR getað nýtt sér það.Hvað gerist næst?KR-ingar eru búnir að stilla skútu sína þannig af að þeir þurfa ekki að líta niður fyrir sig núna heldur geta þeir leyft sér að horfa upp í áttina að Evrópusætunum. Eitt stig gerir því miður lítið fyrir þá í að saxa á Blika t.d. en í næstu umferð mæta þeir Val sem eru á sama stað og þeir í deildinni og geta þeir sett þá aftur fyrir sig með sigri. Breiðablik mun naga sig í handarbökin að hafa ekki unnið í kvöld, þeir eru núna fjórum stigum á eftir FH en eftir morgundaginn geta þau verið orðin sjö. Næsti leikur Blika er svo á móti Stjörnunni en sá leikur verður að vinnast ætli þeir sér að vera með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn eða halda sér í topp þremur.Arnþór Ari Atlason: Færanýtingin að kosta okkur enn og aftur Arnþór Ari Atlason, leikmaður Breiðabliks, gat ekki verið sáttur með eitt stig úr leiknum í kvöld en hann taldi eins og blaðamaður að Blikarnir hefðu verið betri lungan úr leiknum. „Við hefðum þurft að setja annað og jafnvel þriðja markið á þá í fyrri hálfleik, það hefði verið þægilegra að fara með stærra forskot inn í hálfleik. Þeir mega eiga það að þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og varð leikurinn jafnari. Við eigum að klára svona leik þar sem við erum með forskotið þangað til tíu mínútur eru efti. Það er bæði klaufalegt af okkur að klára ekki færin okkar og að fá á okkur jöfnunarmarkið.“ „Þetta stig gefur okkur í raun og veru ekki neitt, þetta var svolítill úrslitaleikur fyrir okkur, við þurftum að taka þrjú stig í kvöld til að halda í við topp liðin. Þetta er virkilega sárt og svekkjandi en við þurfum að halda áfram og vera jákvæðir og vera klárir í næsta leik.“ Arnþór var spurður út í færanýtingu Breiðabliks og hvort hún væri að koma niður á liðinu í þessum leik eins og oft í sumar. „Enn og aftur já, þetta er bara ekki nógu gott og verð ég að taka dálítið á sjálfan mig hérna. Ég er búinn að fá þau nokkur í sumar og fékk ég eitt í seinni hálfleik sem ég hefði átt að klára eins og fleiri leikmenn. Þetta er ekki nógu gott því annað og jafnvel þriðja markið klárar leikinn fyrir okkur.“Willum, þjálfari KR.vísir/antonWillum Þór Þórsson: Bæði lið þurfa kannski að sætta sig við niðurstöðuna „Ég skal ekki segja til um hvort spilamennskan okkar hafi átt skilið meira en eitt stig. Þeir voru öflugri en við i fyrri hálfleik en við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og kannski er þetta bara niðurstaða sem bæði lið verða að sætta sig við. Bæði lið voru að sækja sigur í þessum leik, það duldist engum“, sagði þjálfari KR eftir leikinn í kvöld. Willum var spurður að því hvaða breytingar hann hafi gert í hálfleik til að koma heimamönnum betur inn í leikinn. „Við þurftum auðvitað að koma okkur fljótar út úr pressunni sem þeir settu á okkur í fyrri hálfleik, við vorum lengi að því í fyrri hálfleik við náðum því betur í seinni hálfleik. Að auki settum við betri pressu á þá í seinni hálfleik, ekki margt sem við breyttum en það hjálpaði okkur. Þeir að auki fóru að verja mark sitt sem gaf okkur pláss og þar sem við erum með hæfileikaríka leikmenn þá nýttum við okkur það og vorum mjög nálægt því að ná í öll stigin.“ Willum var að lokum spurður út í hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir KR í ljósi þess að þeir náðu í eitt stig í kvöld. „Við höfum verið í þeirri stöðu að horfa á einn leik í einu og vissulega hefðum við gert þetta mun áhugaverðara með sigri en þetta er ekkert búið fyrr en þetta mót er flautað af. Fyrir mánuði síðan vorum við að fara í Árbæinn þar sem þetta snerist um að fara í fallsætið eða ekki, þannig að hlutir eru fljótir að breytast.“Arnar segir stefnuna setta á að vera í efstu þremur sætunum.vísir/stefánArnar Grétarsson: Ætlum að vera í efstu þremur Þjálfari Breiðabliks vildi ekki meina að liðið hans þyrfti að vera ánægt með eitt stig miðað við hvernig leikurinn spilaðist í seinni hálfleik þar sem heimamenn voru ögn betri en Blikar höfðu farið með völdin í þeim fyrri. „KR skapaði sér ekki neitt í seinni hálfleik þó að þeir hafi verið meira með boltann og þrýst á okkur. Það vorum við sem fengum dauðafærin. Vorum mun betri en þeim í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik og hefði átt að vera stærra forskot en svo fáum við mark á okkur og er smá heppni með sendinguna en Morten Andersen klárar færið vel. Það var samt ekkert verið að opna okkur þannig að ég er fyrst og fremst ósáttur við að klára ekki dauðafærin okkar. Þannig að ég er svekktur.“ Arnar var spurður hvort að sénsinn á toppsætunum væri farinn fyrir Blika með þessum úrslitum en hann var ekki tilbúinn að gefa það alveg upp á bátinn. „Við sögðum eftir Víkingsleikinn að markmiðið væri að vera í efstur þremur en það hefði verið kærkomið að sækja þrjú stig í Vesturbæinn, erfiður útivöllur, þá værum við í ágætri stöðu. Eftir leiki morgundagsins gætum við verið fjórum eða sjö stigum á eftir FH.“ „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að vera í topp þremur en ef staðan verður eitthvað öðruvísi þegar 2-3 umferðir eru eftir þá skoðum við það en núna ætlum við okkuar að vera í efstu þremur sætunum.“Arnþór Ari Atlason fagnar marki sinna manna með félögum sínum.Stefán Karlsson Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Breiðablik fékk vítaspyrn á 29. mínútu og Daniel Bamberg steig á punktinn og skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Kópavogsliðið hélt forystunni þangað til á 79. mínútu þegar Morten Beck Andersen jafnaði eftir stoðsendingu frá nafna sínum Morten Beck. Heimamenn voru nær því að tryggja sér stigin þrjú þegar Morten Andersen skaut í stöngina, en lokatölur 1-1.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Leikurinn var kaflaskiptur þannig að Blikarnir voru betri aðilinn framan af en KR-ingar komust alltaf betur og betur inn í leikinn. KR fékk ekki mörg færi í leiknum en nýtti eitt þeirra á meðan Blikarnir náðu ekki að nýta nema eitt af sínum færum en þeir fengu svo sannarlega sénsinn til að klára leikinn. Enn einu sinni er það færanýting Blikana sem er að bíta þá í afturendann í sumar og fengu t.d. Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson sitt hvort dauðafærið en náðu ekki að nýta þau. Ef allt væri eftir í bókinni í fótboltanum þá hefði betra liðið, Breiðablik, nýtt allavega tvö af færunum sínum og þannig klárað leikinn. Á meðan forskotið er ekki nema eitt mark er alltaf hætta á því að andstæðingurinn nái að pota inn einu marki og jafna metin.Hverjir stóður upp úr? Blikarnir voru betri í leiknum í kvöld og voru Árni Vilhjálmsson, Gísli Eyjólfsson og Arnþór Ari Atlason sem stóðu upp úr hjá Blikum en það verður að segjast að þrátt fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson hafi haft lítið að gera þá greip hann vel inn í það sem þurfti þegar KR gerði sig líklega með fyrirgjöfum. Hjá KR voru það helst Finnur Orri Magnússon og Morten Beck Andersen sem hægt er að taka fyrir hjá heimamönnum. Morten Beck Andersen náði náttúrulega að skora markið sem tryggði heimamönnum eitt stig og með eilítilli heppni þá hefði hann getað skorað sigurmark en boltinn small í stönginni.Hvað gekk illa?KR-ingar náðu engum tökum á miðju vallarins en Breiðblik var með öll tögl á haldi á því svæði. Úr varð að heimamenn þurftu að beita löngum boltum sem Blikar réðu vel við og því voru sóknir þeirra ekki margar. Stefán Logi Magnússon lenti þá í vandræðum oft í leiknum en útspörk hans voru til vandræða. Í eitt skiptið klikkaði svo útkast hjá honum sem hefði getað kostað heimamenn og að auki átti hann skógarhlaup sem Glenn náði ekki að gera sér mat úr fyrir Blika. Blikar lentu aftur í því að nýta ekki færin sín, eins og svo oft í sumar, og er það helsta ástæðan fyrir því að þeir fá ekki nema eitt stig í kvöld. Þó má geta þess að á köflum kom það fyrir að miðverðir Blika lentu oft í vandræðum með að koma boltanum frá sér úr vörninni og með eilítilli heppni hefðu KR getað nýtt sér það.Hvað gerist næst?KR-ingar eru búnir að stilla skútu sína þannig af að þeir þurfa ekki að líta niður fyrir sig núna heldur geta þeir leyft sér að horfa upp í áttina að Evrópusætunum. Eitt stig gerir því miður lítið fyrir þá í að saxa á Blika t.d. en í næstu umferð mæta þeir Val sem eru á sama stað og þeir í deildinni og geta þeir sett þá aftur fyrir sig með sigri. Breiðablik mun naga sig í handarbökin að hafa ekki unnið í kvöld, þeir eru núna fjórum stigum á eftir FH en eftir morgundaginn geta þau verið orðin sjö. Næsti leikur Blika er svo á móti Stjörnunni en sá leikur verður að vinnast ætli þeir sér að vera með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn eða halda sér í topp þremur.Arnþór Ari Atlason: Færanýtingin að kosta okkur enn og aftur Arnþór Ari Atlason, leikmaður Breiðabliks, gat ekki verið sáttur með eitt stig úr leiknum í kvöld en hann taldi eins og blaðamaður að Blikarnir hefðu verið betri lungan úr leiknum. „Við hefðum þurft að setja annað og jafnvel þriðja markið á þá í fyrri hálfleik, það hefði verið þægilegra að fara með stærra forskot inn í hálfleik. Þeir mega eiga það að þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og varð leikurinn jafnari. Við eigum að klára svona leik þar sem við erum með forskotið þangað til tíu mínútur eru efti. Það er bæði klaufalegt af okkur að klára ekki færin okkar og að fá á okkur jöfnunarmarkið.“ „Þetta stig gefur okkur í raun og veru ekki neitt, þetta var svolítill úrslitaleikur fyrir okkur, við þurftum að taka þrjú stig í kvöld til að halda í við topp liðin. Þetta er virkilega sárt og svekkjandi en við þurfum að halda áfram og vera jákvæðir og vera klárir í næsta leik.“ Arnþór var spurður út í færanýtingu Breiðabliks og hvort hún væri að koma niður á liðinu í þessum leik eins og oft í sumar. „Enn og aftur já, þetta er bara ekki nógu gott og verð ég að taka dálítið á sjálfan mig hérna. Ég er búinn að fá þau nokkur í sumar og fékk ég eitt í seinni hálfleik sem ég hefði átt að klára eins og fleiri leikmenn. Þetta er ekki nógu gott því annað og jafnvel þriðja markið klárar leikinn fyrir okkur.“Willum, þjálfari KR.vísir/antonWillum Þór Þórsson: Bæði lið þurfa kannski að sætta sig við niðurstöðuna „Ég skal ekki segja til um hvort spilamennskan okkar hafi átt skilið meira en eitt stig. Þeir voru öflugri en við i fyrri hálfleik en við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og kannski er þetta bara niðurstaða sem bæði lið verða að sætta sig við. Bæði lið voru að sækja sigur í þessum leik, það duldist engum“, sagði þjálfari KR eftir leikinn í kvöld. Willum var spurður að því hvaða breytingar hann hafi gert í hálfleik til að koma heimamönnum betur inn í leikinn. „Við þurftum auðvitað að koma okkur fljótar út úr pressunni sem þeir settu á okkur í fyrri hálfleik, við vorum lengi að því í fyrri hálfleik við náðum því betur í seinni hálfleik. Að auki settum við betri pressu á þá í seinni hálfleik, ekki margt sem við breyttum en það hjálpaði okkur. Þeir að auki fóru að verja mark sitt sem gaf okkur pláss og þar sem við erum með hæfileikaríka leikmenn þá nýttum við okkur það og vorum mjög nálægt því að ná í öll stigin.“ Willum var að lokum spurður út í hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir KR í ljósi þess að þeir náðu í eitt stig í kvöld. „Við höfum verið í þeirri stöðu að horfa á einn leik í einu og vissulega hefðum við gert þetta mun áhugaverðara með sigri en þetta er ekkert búið fyrr en þetta mót er flautað af. Fyrir mánuði síðan vorum við að fara í Árbæinn þar sem þetta snerist um að fara í fallsætið eða ekki, þannig að hlutir eru fljótir að breytast.“Arnar segir stefnuna setta á að vera í efstu þremur sætunum.vísir/stefánArnar Grétarsson: Ætlum að vera í efstu þremur Þjálfari Breiðabliks vildi ekki meina að liðið hans þyrfti að vera ánægt með eitt stig miðað við hvernig leikurinn spilaðist í seinni hálfleik þar sem heimamenn voru ögn betri en Blikar höfðu farið með völdin í þeim fyrri. „KR skapaði sér ekki neitt í seinni hálfleik þó að þeir hafi verið meira með boltann og þrýst á okkur. Það vorum við sem fengum dauðafærin. Vorum mun betri en þeim í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik og hefði átt að vera stærra forskot en svo fáum við mark á okkur og er smá heppni með sendinguna en Morten Andersen klárar færið vel. Það var samt ekkert verið að opna okkur þannig að ég er fyrst og fremst ósáttur við að klára ekki dauðafærin okkar. Þannig að ég er svekktur.“ Arnar var spurður hvort að sénsinn á toppsætunum væri farinn fyrir Blika með þessum úrslitum en hann var ekki tilbúinn að gefa það alveg upp á bátinn. „Við sögðum eftir Víkingsleikinn að markmiðið væri að vera í efstur þremur en það hefði verið kærkomið að sækja þrjú stig í Vesturbæinn, erfiður útivöllur, þá værum við í ágætri stöðu. Eftir leiki morgundagsins gætum við verið fjórum eða sjö stigum á eftir FH.“ „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að vera í topp þremur en ef staðan verður eitthvað öðruvísi þegar 2-3 umferðir eru eftir þá skoðum við það en núna ætlum við okkuar að vera í efstu þremur sætunum.“Arnþór Ari Atlason fagnar marki sinna manna með félögum sínum.Stefán Karlsson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira